„Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2021 06:27 Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. „Rakel er ekki hætt, hún sinnir starfi sínu sem fréttastjóri til áramóta og í kjölfarið verður auglýst eftir fréttastjóra,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í svari við fyrirspurn Vísis um það hvers vegna ekki verður auglýst í stöðu fréttastjóra RÚV fyrr en eftir áramót. Greint var frá því 9. nóvember síðastliðinn að Rakel Þorbergsdóttir hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu um áramótin. Rakel hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins í átta ár en í frétt RÚV var greint frá því að Heiðar Örn Sigurfinnsson yrði starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar og þar til nýr fréttastjóri yrði ráðinn. Þá sagði að starfið yrði auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári. Vísir sendi RÚV fyrirspurn vegna málsins og spurði þriggja spurninga: Hvers vegna starfið yrði ekki auglýst fyrr en Rakel yrði hætt, hvort ekki væri eðlilegra að vera búin að finna einhvern til að taka við og hvort verið væri að bíða eftir einhverju. Kolbrún Vaka Helgadóttir, upplýsingafulltrúi RÚV, svaraði spurningunum ekki beint heldur endurtók það sem kom fram í frétt RÚV. Benti hún á útvarpsstjóra ef óskað væri svara beint frá honum. Þegar sömu spurningar voru sendar á útvarpsstjóra sagði hann engu við þetta bæta; Rakel væri ekki hætt en auglýst yrði eftir fréttastjóra þegar hún væri hætt. Vísir ítrekaði þá spurninguna; af hverju ekki að auglýsa stöðuna fyrr, fyrst vitað væri að Rakel væri að hætta um áramótin? Af hverju að bíða eftir að hún hætti og auglýsa svo? „Tímasetningin er skýr og miðast við starfslokin sem eru um áramótin. Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand sem kallar á einhvern asa, í þessu eins og öllu öðru hjá RÚV vöndum við til verka,“ svaraði þá Stefán. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Greint var frá því 9. nóvember síðastliðinn að Rakel Þorbergsdóttir hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu um áramótin. Rakel hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins í átta ár en í frétt RÚV var greint frá því að Heiðar Örn Sigurfinnsson yrði starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar og þar til nýr fréttastjóri yrði ráðinn. Þá sagði að starfið yrði auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári. Vísir sendi RÚV fyrirspurn vegna málsins og spurði þriggja spurninga: Hvers vegna starfið yrði ekki auglýst fyrr en Rakel yrði hætt, hvort ekki væri eðlilegra að vera búin að finna einhvern til að taka við og hvort verið væri að bíða eftir einhverju. Kolbrún Vaka Helgadóttir, upplýsingafulltrúi RÚV, svaraði spurningunum ekki beint heldur endurtók það sem kom fram í frétt RÚV. Benti hún á útvarpsstjóra ef óskað væri svara beint frá honum. Þegar sömu spurningar voru sendar á útvarpsstjóra sagði hann engu við þetta bæta; Rakel væri ekki hætt en auglýst yrði eftir fréttastjóra þegar hún væri hætt. Vísir ítrekaði þá spurninguna; af hverju ekki að auglýsa stöðuna fyrr, fyrst vitað væri að Rakel væri að hætta um áramótin? Af hverju að bíða eftir að hún hætti og auglýsa svo? „Tímasetningin er skýr og miðast við starfslokin sem eru um áramótin. Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand sem kallar á einhvern asa, í þessu eins og öllu öðru hjá RÚV vöndum við til verka,“ svaraði þá Stefán.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33