Segir Staksteinahöfund hafa alist upp við olíulampa og frábiður sér hrútskýringar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2021 09:16 Guðmundur Gunnarsson er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Aðsend „Alþingi mun eiga síðasta orðið og þar við situr. Ef skandallinn fær að standa þá er það endanlegt. Það þarf enginn að hrútskýra það neitt frekar. Það kunna fleiri að lesa sér til gagns en þeir sem ólust upp við olíulampa.“ Þannig kemst Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að orði á Facebook nú fyrir stundu en tilefnið er ritstjórnardálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu, þar sem Guðmundur er yrkisefni dagsins. Í Staksteinum segir að það sé útaf fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar sem ekki náði kjöri til Alþingis skuli ætla að vísa því til erlends dómstóls ef seinni talning í Norðvesturkjördæmi verður látin gilda, þar sem Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að „koma Íslandi undir erlent vald“. „Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana,“ segir ónefndur höfundur Staksteina. Þá segir hann víst að barátta hins fallna frambjóðanda beri öll merki „eiginhagsmunapots“. „Akkúrat vindurinn sem þarf í seglinn“ Guðmundur, sem féll út af þingi eftir vafasama endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, segir hins vegar að málskot til Mannréttindadómstóls Evrópu snúist ekki um að snúa ákvörðun Alþingis, fari svo að það samþykki að láta seinni talninguna gilda. „Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“ Og hann vandar Staksteinahöfundi ekki kveðjurnar: „Það er samt mjög hollt að fá innsýnn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem skík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað að fyrri yfirhalningum úr sömu átt,“ segir Guðmundur. „Að því sögðu vona ég að gusturinn haldi áfram úr þessari átt. Þetta er akkúrat vindurnn sem þarf í seglin.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fjölmiðlar Viðreisn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þannig kemst Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að orði á Facebook nú fyrir stundu en tilefnið er ritstjórnardálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu, þar sem Guðmundur er yrkisefni dagsins. Í Staksteinum segir að það sé útaf fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar sem ekki náði kjöri til Alþingis skuli ætla að vísa því til erlends dómstóls ef seinni talning í Norðvesturkjördæmi verður látin gilda, þar sem Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að „koma Íslandi undir erlent vald“. „Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana,“ segir ónefndur höfundur Staksteina. Þá segir hann víst að barátta hins fallna frambjóðanda beri öll merki „eiginhagsmunapots“. „Akkúrat vindurinn sem þarf í seglinn“ Guðmundur, sem féll út af þingi eftir vafasama endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, segir hins vegar að málskot til Mannréttindadómstóls Evrópu snúist ekki um að snúa ákvörðun Alþingis, fari svo að það samþykki að láta seinni talninguna gilda. „Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“ Og hann vandar Staksteinahöfundi ekki kveðjurnar: „Það er samt mjög hollt að fá innsýnn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem skík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað að fyrri yfirhalningum úr sömu átt,“ segir Guðmundur. „Að því sögðu vona ég að gusturinn haldi áfram úr þessari átt. Þetta er akkúrat vindurnn sem þarf í seglin.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fjölmiðlar Viðreisn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira