Talið að Zlatan sleppi úr búrinu og met Tottis gæti fallið Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 16:01 Zlatan Ibrahimovic, fertugur og enn að fagna mörkum í efstu deild Ítalíu. Skori hann í Meistaradeildinni setur hann met. Getty/Andrea Staccioli Meistaradeild Evrópu í fótbolta heldur áfram í þessari viku og Zlatan Ibrahimovic fær þá tækifæri til að skrá sig í sögubækurnar sem elsti markaskorari keppninnar frá upphafi. Ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport spáir því að Zlatan verði í byrjunarliði AC Milan á miðvikudag þegar liðið sækir Atlético Madrid heim. „Að skilja ljón eftir í búrinu á leikvangi eins og Wanda Metropolitano er eiginlega ómögulegt,“ segir blaðið. Zlatan, sem orðinn er fertugur, hefur skipst á við hinn 35 ára gamla Olivier Giroud um að leiða sóknarlínu Milan í vetur. Zlatan hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Meistaradeildinni það sem af er leiktíð, í bæði skiptin sem varamaður. Zlatan skoraði hins vegar tvö mörk fyrir Milan í 4-3 tapinu gegn Fiorentina í ítölsku deildinni um helgina og þar með varð Svíinn elsti leikmaðurinn til að skora tvennu í efstu deild Ítalíu, 40 ára og 48 daga gamall. Hann getur sett aldursmet í Meistaradeildinni skori hann gegn Atlético á miðvikudaginn. Francesco Totti, gamla Roma-goðsögnin, á metið sem elsti markaskorari keppninnar en hann var 38 ára og 59 daga þegar hann skoraði sitt síðasta meistaradeildarmark. Zlatan getur því bætt metið um tvö ár. Ljóst er að AC Milan þarf sárlega á sigri að halda í Madrid. Liðið er neðst í B-riðli með eitt stig – þremur stigum á eftir Atlético og fjórum á eftir Porto. Liverpool er búið að tryggja sér sigur í riðlinum þó tvær umferðir séu eftir. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport spáir því að Zlatan verði í byrjunarliði AC Milan á miðvikudag þegar liðið sækir Atlético Madrid heim. „Að skilja ljón eftir í búrinu á leikvangi eins og Wanda Metropolitano er eiginlega ómögulegt,“ segir blaðið. Zlatan, sem orðinn er fertugur, hefur skipst á við hinn 35 ára gamla Olivier Giroud um að leiða sóknarlínu Milan í vetur. Zlatan hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Meistaradeildinni það sem af er leiktíð, í bæði skiptin sem varamaður. Zlatan skoraði hins vegar tvö mörk fyrir Milan í 4-3 tapinu gegn Fiorentina í ítölsku deildinni um helgina og þar með varð Svíinn elsti leikmaðurinn til að skora tvennu í efstu deild Ítalíu, 40 ára og 48 daga gamall. Hann getur sett aldursmet í Meistaradeildinni skori hann gegn Atlético á miðvikudaginn. Francesco Totti, gamla Roma-goðsögnin, á metið sem elsti markaskorari keppninnar en hann var 38 ára og 59 daga þegar hann skoraði sitt síðasta meistaradeildarmark. Zlatan getur því bætt metið um tvö ár. Ljóst er að AC Milan þarf sárlega á sigri að halda í Madrid. Liðið er neðst í B-riðli með eitt stig – þremur stigum á eftir Atlético og fjórum á eftir Porto. Liverpool er búið að tryggja sér sigur í riðlinum þó tvær umferðir séu eftir.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira