Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. nóvember 2021 22:01 Stjórnarandstöðuleiðtogarnir eru ósáttir með hve langan tíma hefur tekið fyrir þingið að koma saman og benda á að þessi staða hefði ekki komið upp ef kosið hefði verið að vori en ekki hausti. vísir/bjarni Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. Fundur hefur ekki verið haldinn inni í þingsal í 140 daga. Þingmenn sem sátu einnig á síðasta kjörtímabili fengu því margir ansi langt sumarfrí en eru ekki endilega allir sáttir með það. „Já, við hefðum vilja vera inni í þingsal því að þingið getur svo sannarlega skipt máli núna og ætti auðvitað að vera komið saman fyrir löngu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sumum finnst svona langt hlé beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið. „Ja, ég hefði nú haldið það. Þetta eru orðnir þó nokkuð margir mánuðir. Þetta er bara afleiðing þess að vera með kosningar að hausti til í stað þess að gera það í vor. Ef við hefðum haft kosningar í vor hefðum við haft sumarið til að greiða úr þessum flækjum og mynda ríkisstjórn og allt þetta,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Píratar. Vafi um kjörbréf 16 þingmanna Þingmenn fagna því eðlilega að komast aftur af stað þó óhætt sé að segja að fæstir þingmenn séu sérstaklega spenntir fyrir fyrsta verkefninu sem bíður þeirra á nýju þingi. Undirbúningskjörbréfanefndin mun ekki birta greinargerðir sínar fyrr en eftir að hin eiginlega kjörbréfanefnd verður skipuð á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tvær leiðir lagðar fyrir þingið - fyrst sú að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra 16, sem eru annaðhvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Óvissa ríkir um hvort kjörbréf 16 þingmanna verði samþykkt. vísir Miklar líkur eru á að sú tillaga verði felld en þá verður lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Fréttastofa ræddi við nokkra úr þessum 16 manna hópi í dag sem voru afar óvissir um það hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði um eigið kjörbréf yfir höfuð. Þar kom helst á óvart að það voru þingmenn flokka af hægri vængnum, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn, sem voru hallari undir hugmyndina að sitja hjá en þeir voru þó ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um það. vísir Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Fundur hefur ekki verið haldinn inni í þingsal í 140 daga. Þingmenn sem sátu einnig á síðasta kjörtímabili fengu því margir ansi langt sumarfrí en eru ekki endilega allir sáttir með það. „Já, við hefðum vilja vera inni í þingsal því að þingið getur svo sannarlega skipt máli núna og ætti auðvitað að vera komið saman fyrir löngu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sumum finnst svona langt hlé beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið. „Ja, ég hefði nú haldið það. Þetta eru orðnir þó nokkuð margir mánuðir. Þetta er bara afleiðing þess að vera með kosningar að hausti til í stað þess að gera það í vor. Ef við hefðum haft kosningar í vor hefðum við haft sumarið til að greiða úr þessum flækjum og mynda ríkisstjórn og allt þetta,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Píratar. Vafi um kjörbréf 16 þingmanna Þingmenn fagna því eðlilega að komast aftur af stað þó óhætt sé að segja að fæstir þingmenn séu sérstaklega spenntir fyrir fyrsta verkefninu sem bíður þeirra á nýju þingi. Undirbúningskjörbréfanefndin mun ekki birta greinargerðir sínar fyrr en eftir að hin eiginlega kjörbréfanefnd verður skipuð á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tvær leiðir lagðar fyrir þingið - fyrst sú að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra 16, sem eru annaðhvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Óvissa ríkir um hvort kjörbréf 16 þingmanna verði samþykkt. vísir Miklar líkur eru á að sú tillaga verði felld en þá verður lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Fréttastofa ræddi við nokkra úr þessum 16 manna hópi í dag sem voru afar óvissir um það hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði um eigið kjörbréf yfir höfuð. Þar kom helst á óvart að það voru þingmenn flokka af hægri vængnum, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn, sem voru hallari undir hugmyndina að sitja hjá en þeir voru þó ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um það. vísir
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira