Úrúgvæska landsliðið mun því fá nýjan þjálfara í fyrsta skipti í 15 ár, en síðasti leikur liðsins undir stjórn Tabarez var 3-0 tap gegn Bólivíu í undankeppni HM 2022 í síðustu viku.
Tabarez er 74 ára, en hann hefur stýrt úrúgvæska landsliðinu í fótbolta í 224 leikjum. Enginn þjálfari í heiminum hefur stýrt einu og sama karlalandsliðinu jafn oft og hann.
Þessi reynslumikli þjálfari kom Úrúgvæ í undanúrslit HM 2010 og ári seinna vann liðið Copa America í fyrsta skipti í 24 ár.
Gengi liðsins undanfarið hefur hins vegar ekki verið gott og nú á liðið í hættu á að missa af sæti á HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Úrúgvæ situr í sjöunda sæti Suður-Ameríku riðilsins með 16 stig eftir 14 leiki, einu stigi á eftir fimmta sætinu sem gefur sæti á HM.
After a record-breaking 15 years, Oscar Tabarez is no longer Uruguay manager 🇺🇾
— GOAL (@goal) November 20, 2021
🔹 Two spells in charge
🔹 224 matches - a world record for one nation
🔹 Won 2011 Copa America
🔹 Reached 2010 World Cup semi-finals
When El Maestro spoke, everyone listened 💙 pic.twitter.com/1DKV6248pz