Losa metfjölda olíutunna úr varaforða til að lækka eldsneytisverð Eiður Þór Árnason skrifar 23. nóvember 2021 23:58 Joe Biden fjallaði um stöðu efnahagsmála í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bandaríkin hyggist losa 50 milljónir olíutunna úr varaforða ríkisins á markað með það að markmiði að ná niður eldsneytisverði. Um er að ræða metfjölda en aðgerðin er unnin í samvinnu við stóra orkunotendur á borð við Indland, Bretland og Kína. Miklar verðhækkanir hafa sést á eldsneyti á heimsvísu og er verð nú yfir 50% hærra í Bandaríkjunum en það var í fyrra. „Þrátt fyrir að samanteknar aðgerðir okkar muni ekki leysa vanda hás eldsneytisverðs á einni nóttu, þá mun þetta skipta máli,“ sagði Biden í efnahagsávarpi sem hann flutti í Hvíta húsinu í dag. „Það mun taka tíma en áður langt um líður munið þið sjá eldsneytisverð lækka þar sem þið fyllið á tankinn.“ Indverjar losar fimm milljónir tunna Bandaríkjastjórn hyggst byrja að losa olíutunnurnar á markað upp úr miðjum desember. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði dagana fyrir tilkynninguna sem bendir til þess að fjárfestar hafi gert ráð fyrir að stjórnvöld kæmu til í að grípa inn í markaðinn með þessum hætti. Eftir tilkynninguna hækkaði verð þó aftur um 2%. AP-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Rystad Energy að fjárfestar hafi mögulega gert sér vonir um umfangsmeiri aðgerðir. Í kjölfar tilkynningar Biden var greint frá því að indversk stjórnvöld ætluðu að losa fimm milljónir tunna á markað og bresk stjórnvöld 1,5 milljón. Japan og Suður-Kórea taka einnig þátt í samhæfðu losunaraðgerðunum sem bandarískir ráðamenn segja vera þær umfangsmestu til þessa. Bensín og olía Bandaríkin Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Um er að ræða metfjölda en aðgerðin er unnin í samvinnu við stóra orkunotendur á borð við Indland, Bretland og Kína. Miklar verðhækkanir hafa sést á eldsneyti á heimsvísu og er verð nú yfir 50% hærra í Bandaríkjunum en það var í fyrra. „Þrátt fyrir að samanteknar aðgerðir okkar muni ekki leysa vanda hás eldsneytisverðs á einni nóttu, þá mun þetta skipta máli,“ sagði Biden í efnahagsávarpi sem hann flutti í Hvíta húsinu í dag. „Það mun taka tíma en áður langt um líður munið þið sjá eldsneytisverð lækka þar sem þið fyllið á tankinn.“ Indverjar losar fimm milljónir tunna Bandaríkjastjórn hyggst byrja að losa olíutunnurnar á markað upp úr miðjum desember. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði dagana fyrir tilkynninguna sem bendir til þess að fjárfestar hafi gert ráð fyrir að stjórnvöld kæmu til í að grípa inn í markaðinn með þessum hætti. Eftir tilkynninguna hækkaði verð þó aftur um 2%. AP-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Rystad Energy að fjárfestar hafi mögulega gert sér vonir um umfangsmeiri aðgerðir. Í kjölfar tilkynningar Biden var greint frá því að indversk stjórnvöld ætluðu að losa fimm milljónir tunna á markað og bresk stjórnvöld 1,5 milljón. Japan og Suður-Kórea taka einnig þátt í samhæfðu losunaraðgerðunum sem bandarískir ráðamenn segja vera þær umfangsmestu til þessa.
Bensín og olía Bandaríkin Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira