Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2021 16:21 Þeir Ian Nepomniachtchi og Magnus Carlsen á blaðamannafundi í gær. 192 lönd taka þátt í EXPO 2020 Dubai ráðstefnunni sem stendur yfir út mars 2022. EPA-EFE/ALI HAIDER Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skorið var úr um það hvor hæfi leik með hvítt í fyrstu skákinni með viðburði sem minnti á kynjaveislu. Þannig voru tvær gylltar blöðrur, fylltar af annars vegar hvítu og hins vegar svörtu konfettí, settar fyrir framan skáksnillingana tvo. Kom í hlut Magnúsar heimsmeistara að sprengja þá fyrri. Svart konfettí þýddi að hann byrjar með svart. Formsins vegna sprengdi Nepomniachtchi hina blöðruna og fékk hvítt konfettí. Blöðrusprengingarnar má sjá að neðan. Ian Nepomniachtchi has White in the first game. Magnus Carlsen starts with the black pieces. #CarlsenNepo #FIDEmatch2021 pic.twitter.com/ZUCfDBjoWx— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 24, 2021 Norðmaðurinn og Rússinn, sem báðir eru fæddir ár því herrans ári 1990, tefla fjórtán skákir og stendur einvígi þeirra til þriðjudagsins 14. desember nema annar þeirra nái 7,5 vinningi fyrir þann tíma. Verði jafnt að loknum fjórtán skákum verður tefld úrslitaskák 15. desember með skemmri umhugsunartíma. Fram kemur á vef Skáksambandsins að Magnús þyki mun sigurstranglegri í einvíginu þó ekki megi vanmeta Nepomniachtchi sem hafi oft náð góðum úrslitum gegn Carlsen. Carlsen hefur unnið 31 sinni unnið sigur á stórmóti í skák en Nepomniachtchi tíu sinnum. Faðir Magnúsar skoðar aðstöðuna í Dubai. Henrik Carlsen at the inspection of the playing hall.#FIDEmatch2021 #CarlsenNepo #TeamMagnus pic.twitter.com/FNDufa3xXE— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 25, 2021 Hægt er að horfa á allar skákirnar í norska ríkissjónvarpinu, NRK 1, en stöðin er meðal annars aðgengileg í sjónvarpspakka Stöðvar 2. Heimasíða mótsins. Skák Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Skorið var úr um það hvor hæfi leik með hvítt í fyrstu skákinni með viðburði sem minnti á kynjaveislu. Þannig voru tvær gylltar blöðrur, fylltar af annars vegar hvítu og hins vegar svörtu konfettí, settar fyrir framan skáksnillingana tvo. Kom í hlut Magnúsar heimsmeistara að sprengja þá fyrri. Svart konfettí þýddi að hann byrjar með svart. Formsins vegna sprengdi Nepomniachtchi hina blöðruna og fékk hvítt konfettí. Blöðrusprengingarnar má sjá að neðan. Ian Nepomniachtchi has White in the first game. Magnus Carlsen starts with the black pieces. #CarlsenNepo #FIDEmatch2021 pic.twitter.com/ZUCfDBjoWx— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 24, 2021 Norðmaðurinn og Rússinn, sem báðir eru fæddir ár því herrans ári 1990, tefla fjórtán skákir og stendur einvígi þeirra til þriðjudagsins 14. desember nema annar þeirra nái 7,5 vinningi fyrir þann tíma. Verði jafnt að loknum fjórtán skákum verður tefld úrslitaskák 15. desember með skemmri umhugsunartíma. Fram kemur á vef Skáksambandsins að Magnús þyki mun sigurstranglegri í einvíginu þó ekki megi vanmeta Nepomniachtchi sem hafi oft náð góðum úrslitum gegn Carlsen. Carlsen hefur unnið 31 sinni unnið sigur á stórmóti í skák en Nepomniachtchi tíu sinnum. Faðir Magnúsar skoðar aðstöðuna í Dubai. Henrik Carlsen at the inspection of the playing hall.#FIDEmatch2021 #CarlsenNepo #TeamMagnus pic.twitter.com/FNDufa3xXE— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 25, 2021 Hægt er að horfa á allar skákirnar í norska ríkissjónvarpinu, NRK 1, en stöðin er meðal annars aðgengileg í sjónvarpspakka Stöðvar 2. Heimasíða mótsins.
Skák Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira