Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2021 20:33 Kjörbréfamálið hefur verið til umræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52