„Við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn“ Atli Arason skrifar 25. nóvember 2021 22:22 Lovísa Björt Henningsdóttir var ekki sátt við það hvernig Haukar mættu til leiks í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, var svekkt með stórt tap í síðasta heimaleik Hauka í Euro Cup, 41-79. „Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
„Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira