Fyrrverandi leikmaður Tottenham segir leikmenn liðsins hafa verið sér til skammar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 07:01 Ryan Sessegnon fékk að líta rauða spjaldið gegn NS Mura í gær, en O'Hara lét nánast hvern einn og einasta leikmann liðsins heyra það eftir leikinn. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Jamie O'Hara, fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur og núverandi sparkspekingur, segir að margir af leikmönnum liðsins hafi verið sér til skammar þegar liðið tapaði 2-1 gegn slóvenska liðinu NS Mura í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn