Seinni bylgjan hitar upp: Hann er jókerinn sem að Víkinga vantaði Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 12:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar og spáði í spilin fyrir 10. umferð. Skjáskot Stöð 2 Víkingur eða HK mun brátt geta státað sig af því að vera ekki lengur án stiga í Olís-deild karla í handbolta. Liðin mætast í sannkölluðum botnslag sem segja má að standi upp úr, eða kannski niður úr, í 10. umferð deildarinnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Árni Pálsson rýndu í komandi leiki í tíundu umferðinni sem hófst reyndar þegar Valur og Haukar gerðu 26-26 jafntefli í síðustu viku. Fjórir leikir eru á sunnudaginn en umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Víkingur og HK, sem enn eru án stiga, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Ásgeirs og Stefáns Árna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 10. umferð „Þetta verður hörkubarátta,“ sagði Ásgeir um botnslaginn. „Það er mikið undir því þarna eru langmestar líkurnar fyrir þessi lið á að ná í stig. Ef maður skoðar tölfræðiþættina þá er eins og að HK-ingar hafi aðeins yfirhöndina. Þeir eru að skora fleiri mörk og það er aðeins meiri hraði í þeirra leik. Heilt yfir eru þeir aðeins líklegri en Víkingarnir,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK Tippar á að Víkingur vinni og að Hamza skori tíu Ásgeir var þó á því að Víkingar færu með sigur af hólmi og að þar myndi skyttan Hamza Kablouti, sem kom frá Aftureldingu, gera gæfumuninn: „Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem Víkinga vantaði. Þá vantaði svona hálfgerðan „jóker“ sem kemur inn á í sóknina og léttir á öllum sóknarleiknum. Hann hatar ekki að skjóta og er fínn í því þannig lagað. Það hjálpar oft liðum í svona gæðaflokki. HK-ingar eru að þroskast með hverjum leik og verða hægt og hægt betri með hverjum leik sem þeir spila. Þeir voru óheppnir í þessum leik á móti Stjörnunni (sem endaði 23-25) og þetta var leikur fram á síðustu mínútu. Þeir halda áfram sínu konsepti, gera margt vel en gera svo líka einföld aulamistök sem verða þeim að falli,“ sagði Ásgeir. „Ég held að Víkingur vinni þetta og að Hamza skori tíu,“ svaraði hann svo þegar Stefán bað hann að spá fyrir um úrslit. Upphitun þeirra félaga fyrir botnslaginn sem og leikina fjóra á sunnudag má sjá hér að ofan. Þess má geta að þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Árni Pálsson rýndu í komandi leiki í tíundu umferðinni sem hófst reyndar þegar Valur og Haukar gerðu 26-26 jafntefli í síðustu viku. Fjórir leikir eru á sunnudaginn en umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Víkingur og HK, sem enn eru án stiga, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Ásgeirs og Stefáns Árna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 10. umferð „Þetta verður hörkubarátta,“ sagði Ásgeir um botnslaginn. „Það er mikið undir því þarna eru langmestar líkurnar fyrir þessi lið á að ná í stig. Ef maður skoðar tölfræðiþættina þá er eins og að HK-ingar hafi aðeins yfirhöndina. Þeir eru að skora fleiri mörk og það er aðeins meiri hraði í þeirra leik. Heilt yfir eru þeir aðeins líklegri en Víkingarnir,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK Tippar á að Víkingur vinni og að Hamza skori tíu Ásgeir var þó á því að Víkingar færu með sigur af hólmi og að þar myndi skyttan Hamza Kablouti, sem kom frá Aftureldingu, gera gæfumuninn: „Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem Víkinga vantaði. Þá vantaði svona hálfgerðan „jóker“ sem kemur inn á í sóknina og léttir á öllum sóknarleiknum. Hann hatar ekki að skjóta og er fínn í því þannig lagað. Það hjálpar oft liðum í svona gæðaflokki. HK-ingar eru að þroskast með hverjum leik og verða hægt og hægt betri með hverjum leik sem þeir spila. Þeir voru óheppnir í þessum leik á móti Stjörnunni (sem endaði 23-25) og þetta var leikur fram á síðustu mínútu. Þeir halda áfram sínu konsepti, gera margt vel en gera svo líka einföld aulamistök sem verða þeim að falli,“ sagði Ásgeir. „Ég held að Víkingur vinni þetta og að Hamza skori tíu,“ svaraði hann svo þegar Stefán bað hann að spá fyrir um úrslit. Upphitun þeirra félaga fyrir botnslaginn sem og leikina fjóra á sunnudag má sjá hér að ofan. Þess má geta að þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira