Ný staðsetning Vínbúðarinnar í miðbæ vekur hörð viðbrögð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 14:58 Vínbúðin í Austurstræti mun loka bráðlega og verður flutt út á Granda. Vísir/Kolbeinn Tumi Búið er að velja nýja staðsetningu fyrir Vínbúðina í miðborg Reykjavíkur. Fiskislóð 10 eru eina staðsetningin sem kemur til greina miðað við auglýsingu. Þetta segir í frétt Fréttablaðsins þar sem haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að Vínbúðin hafi farið yfir innsend tilboð og hafi niðurstaða verið sú eftir ítarlega skoðun að Fiskislóð 10 væri eina staðsetningin sem uppfyllti skilyrði auglýsingarinnar. Íslandsbanki var eitt sinn staðsettur í húsnæðinu, sem er við hlið verslunar Bónus og til móts við Krónuna og Nettó á Granda. Hitt húsnæðið sem kom til greina hjá ÁTVR var við Hringbraut 119 til 121, við Hallveigarstíg 1 og á Hallgerðargötu 19 til 23. Tilkynningin hefur þegar vakið hörð viðbrögð netverja sem eru síður en svo sáttir við að Vínbúðin fari svo langt frá hjarta miðborgarinnar. Næstu skref, að sögn Sigrúnar, verða þó að ræða við eigendur húsnæðisins á Fiskislóð og sjá hvort samningar náist. „Nú verður engin Vínbúð í göngufæri fyrir um 40 þúsund Reykvíkinga. Kaldhæðnislega sömu 40 þúsund Reykvíkinga sem labba og hjóla mest samkvæmt ferðavenjukönnunum,“ skrifar Björn Teitsson á Twitter. Nú verður engin Vínbúð í göngufæri fyrir um 40 þúsund Reykvíkinga. Kaldhæðnislega sömu 40 þúsund Reykvíkinga sem labba og hjóla mest samkvæmt ferðavenjukönnunum. Endilega, fjölgum bílferðum og blöndum líka saman akstri og áfengi. Það gefst alltaf vel. 👏— Björn Teitsson (@bjornteits) November 26, 2021 „Jæja, þá er ég (bíllaus maður sem býr í miðbænum og vinnur í Borgartúni) bara hættur að drekka,“ skrifar Pétur Urbancic. Jæja, þá er ég (bíllaus maður sem býr í miðbænum og vinnur í Borgartúni) bara hættur að drekka. Lýðheilsuhlutverkið greinilega tekið alvarlega hjá ÁTVR!https://t.co/V8L6vthrPC— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) November 26, 2021 ÁTVR, eruði að grínast?— bebbi (@Bergrun) November 26, 2021 „Ætlar Vínbúðin svona í alvöru ekki að hafa verslun í miðbæ Reykjavíkur? Það er alveg galið. Rakleiðis með þetta í búðir segi ég,“ skrifar Freyja Steingrímsdóttir. Fiskislóð er ekki miðbærinn.— Freyja Steingrímsdóttir (@freyjast) November 26, 2021 Sigurður O. tekur undir þetta og segir þessa tilfærslu sturlun. Þetta er svo mikil sturlun. Er engin umhverfisstefna í gangi hjá fyrirtækinu. Flott ferðamannaborg líka. Þarft að fara í eitthvað stripmall til þess að sækja sér bjór.— Sigurður O. (@SiggiOrr) November 26, 2021 Halldór Auðar Svansson segir Vínbúðina ekki eina meðal ríkisstofnana um að velja sér óaðgengilegar staðsetningar. Vínbúðin er ekkert eitthvað sér á parti þegar kemur að ríkisstofnunum sem velja sér óaðgengilegar staðsetningar. Þetta hefur verið almenn þróun undanfarin ár. Mögulega t.d. af því að stofnanir fá ekki nægilegt fjármagn til að geta verið annars staðar en á einhverjum jaðri.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) November 26, 2021 Reyn Alpha skrifar á Twitter að þessi staðsetning sé á pari við að Vínbúðin fyrir Hveragerði væri staðsett á Selfossi, svo langt sé Grandinn frá Miðbænum. þessi fyrirsögn er álíka rétt og „Vínbúðin búin að ákveða staðsetningu á Selfossi“ um búð í Hveragerðihttps://t.co/VXlQC5BU54— Reyn Alpha (@haframjolk) November 26, 2021 Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að Vínbúðin á Austurstræti verði flutt á Fiskislóð 10 en það er háð því hvort samningar náist við eigendur húsnæðisins. Áfengi og tóbak Reykjavík Neytendur Verslun Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Þetta segir í frétt Fréttablaðsins þar sem haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að Vínbúðin hafi farið yfir innsend tilboð og hafi niðurstaða verið sú eftir ítarlega skoðun að Fiskislóð 10 væri eina staðsetningin sem uppfyllti skilyrði auglýsingarinnar. Íslandsbanki var eitt sinn staðsettur í húsnæðinu, sem er við hlið verslunar Bónus og til móts við Krónuna og Nettó á Granda. Hitt húsnæðið sem kom til greina hjá ÁTVR var við Hringbraut 119 til 121, við Hallveigarstíg 1 og á Hallgerðargötu 19 til 23. Tilkynningin hefur þegar vakið hörð viðbrögð netverja sem eru síður en svo sáttir við að Vínbúðin fari svo langt frá hjarta miðborgarinnar. Næstu skref, að sögn Sigrúnar, verða þó að ræða við eigendur húsnæðisins á Fiskislóð og sjá hvort samningar náist. „Nú verður engin Vínbúð í göngufæri fyrir um 40 þúsund Reykvíkinga. Kaldhæðnislega sömu 40 þúsund Reykvíkinga sem labba og hjóla mest samkvæmt ferðavenjukönnunum,“ skrifar Björn Teitsson á Twitter. Nú verður engin Vínbúð í göngufæri fyrir um 40 þúsund Reykvíkinga. Kaldhæðnislega sömu 40 þúsund Reykvíkinga sem labba og hjóla mest samkvæmt ferðavenjukönnunum. Endilega, fjölgum bílferðum og blöndum líka saman akstri og áfengi. Það gefst alltaf vel. 👏— Björn Teitsson (@bjornteits) November 26, 2021 „Jæja, þá er ég (bíllaus maður sem býr í miðbænum og vinnur í Borgartúni) bara hættur að drekka,“ skrifar Pétur Urbancic. Jæja, þá er ég (bíllaus maður sem býr í miðbænum og vinnur í Borgartúni) bara hættur að drekka. Lýðheilsuhlutverkið greinilega tekið alvarlega hjá ÁTVR!https://t.co/V8L6vthrPC— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) November 26, 2021 ÁTVR, eruði að grínast?— bebbi (@Bergrun) November 26, 2021 „Ætlar Vínbúðin svona í alvöru ekki að hafa verslun í miðbæ Reykjavíkur? Það er alveg galið. Rakleiðis með þetta í búðir segi ég,“ skrifar Freyja Steingrímsdóttir. Fiskislóð er ekki miðbærinn.— Freyja Steingrímsdóttir (@freyjast) November 26, 2021 Sigurður O. tekur undir þetta og segir þessa tilfærslu sturlun. Þetta er svo mikil sturlun. Er engin umhverfisstefna í gangi hjá fyrirtækinu. Flott ferðamannaborg líka. Þarft að fara í eitthvað stripmall til þess að sækja sér bjór.— Sigurður O. (@SiggiOrr) November 26, 2021 Halldór Auðar Svansson segir Vínbúðina ekki eina meðal ríkisstofnana um að velja sér óaðgengilegar staðsetningar. Vínbúðin er ekkert eitthvað sér á parti þegar kemur að ríkisstofnunum sem velja sér óaðgengilegar staðsetningar. Þetta hefur verið almenn þróun undanfarin ár. Mögulega t.d. af því að stofnanir fá ekki nægilegt fjármagn til að geta verið annars staðar en á einhverjum jaðri.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) November 26, 2021 Reyn Alpha skrifar á Twitter að þessi staðsetning sé á pari við að Vínbúðin fyrir Hveragerði væri staðsett á Selfossi, svo langt sé Grandinn frá Miðbænum. þessi fyrirsögn er álíka rétt og „Vínbúðin búin að ákveða staðsetningu á Selfossi“ um búð í Hveragerðihttps://t.co/VXlQC5BU54— Reyn Alpha (@haframjolk) November 26, 2021 Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að Vínbúðin á Austurstræti verði flutt á Fiskislóð 10 en það er háð því hvort samningar náist við eigendur húsnæðisins.
Áfengi og tóbak Reykjavík Neytendur Verslun Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25
Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46