Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 15:22 Höfuðstöðvar kauphallarinnar í New York. AP/John Minchillo Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar. Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku. Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun. Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag. Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum. Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kauphöllin Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku. Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun. Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag. Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum.
Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kauphöllin Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira