Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 15:22 Höfuðstöðvar kauphallarinnar í New York. AP/John Minchillo Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar. Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku. Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun. Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag. Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum. Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kauphöllin Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku. Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun. Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag. Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum.
Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kauphöllin Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira