Sætti sig ekki við fimmfalda ofrukkun og hafði betur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2021 08:29 Árvökull neytandi sætti sig ekki við að greiða fimmtíu þúsund krónur fyrir farmbréf. Vísir/Jóhann K. Viðskiptavinur ferjuflutningafélagsins Smyril Line hafði betur gegn fyrirtækinu eftir að hann sætti sig ekki við að þurfa að borga fimmtíu þúsund krónur vegna farmbréfs. Smyril Line þarf að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu máli á vef samtakanna þar sem segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafi nýverið úrskurðað manninum í vil, eftir að hann kvartaði undan Smyril Line. Forsaga málsins er sú að maðurinn sigldi til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Með í för var bíll mannsins sem skráður var í því landi sem maðurinn hafði áður búið, en hann var að flytja til Íslands. Eftir komuna til landsins sendi Smyril Line manninum reikning upp á fimmtíu þúsund krónur vegna farmskrárgerðar. Maðurinn greiddi reikninginn til að forðast innheimtukostnað, en gerði fyrirvara um endurgreiðslu að heild eða hluta. Maðurinn taldi Smyril Line hafa ofrukkað sig vegna farmskrárgerðarinnar. „Gerð farmbréfa krefst ekki mikillar vinnu, enda eru þau frekar einfaldar skýrslur og flest flutningafyrirtæki innheimta um eða undir 10.000 kr. fyrir slíka vinnslu. Það vissi neytandinn og sætti sig því ekki við fimmfaldan kostnað,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Maðurinn kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem mat hæfilegt endurgjald fyrir umrædda þjónustu vera tíu þúsund krónur. Þarf Smyril Lyne því að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur. Á vef Neytendasamtakanna segir að þau hafi haft spurnir af fleirum sem hafa verið ofrukkaðir á sama hátt og hafa fengið endurgreitt fjörutíu þúsund krónur eftir að hafa vitnað í úrskurð kærunefndarinnar. Neytendur Norræna Samgöngur Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Neytendasamtökin vekja athygli á þessu máli á vef samtakanna þar sem segir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafi nýverið úrskurðað manninum í vil, eftir að hann kvartaði undan Smyril Line. Forsaga málsins er sú að maðurinn sigldi til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Með í för var bíll mannsins sem skráður var í því landi sem maðurinn hafði áður búið, en hann var að flytja til Íslands. Eftir komuna til landsins sendi Smyril Line manninum reikning upp á fimmtíu þúsund krónur vegna farmskrárgerðar. Maðurinn greiddi reikninginn til að forðast innheimtukostnað, en gerði fyrirvara um endurgreiðslu að heild eða hluta. Maðurinn taldi Smyril Line hafa ofrukkað sig vegna farmskrárgerðarinnar. „Gerð farmbréfa krefst ekki mikillar vinnu, enda eru þau frekar einfaldar skýrslur og flest flutningafyrirtæki innheimta um eða undir 10.000 kr. fyrir slíka vinnslu. Það vissi neytandinn og sætti sig því ekki við fimmfaldan kostnað,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Maðurinn kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem mat hæfilegt endurgjald fyrir umrædda þjónustu vera tíu þúsund krónur. Þarf Smyril Lyne því að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur. Á vef Neytendasamtakanna segir að þau hafi haft spurnir af fleirum sem hafa verið ofrukkaðir á sama hátt og hafa fengið endurgreitt fjörutíu þúsund krónur eftir að hafa vitnað í úrskurð kærunefndarinnar.
Neytendur Norræna Samgöngur Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira