Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2021 13:15 Börn sem fara veginn daglega með skólabíl eru oft veik þegar þau koma í skólann á Hvammstanga og þurfa þar góðan tíma til að jafna sig áður en þau geta farið að læra. Eins og sést á myndinni er ástand vegarins hrikalegt. Aðsend Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. Síðustu ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þá hefur orðin mikil aukning á umferð ferðamanna um veginn og slys á veginum of tíð. Skólabíll far um veginn daglega með börn í grunnskólann á Hvammstanga. „Vatnsvegurinn, þetta er 70 kílómetra vegur, sem er um Vatnsnesið. Þetta er mjög slæmur malarvegur eins og við höfum reyndar oft fjallað um og fáum aldrei leið á að tala um. Vegurinn er núna búin að vera í verulega slæmu ástandi í haust og er núna í mjög slæmu ástandi. Ég get tekið sem dæmi að við erum að keyra skólakrakka þessa leið daglega og það hefur farið allt upp í tvo tíma og tuttugu mínútur, sem þau hafa þurft að sitja í bíl, sem ætti að vera innan við klukkutíma akstur. Börnin koma mörg hver lasinn í skólann og þurfa að jafna sig í fyrsta tíma eftir að hafa verið í skólabílnum,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra hvetur sem flesta til að styrkja fjármögnun verkefnisins um Vatnsveg.Aðsend Ragnheiður Jóna segir að vegurinn sé kominn inn á samgönguáætlun en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eða á árunum 2030-2034, sem er algjörlega óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra. Því sé hafin hópfjármögnunum á Karolinafund þar sem ætlunin er að safna 100 milljónum króna upp í veginn, sem er hins vegar bara brot af kostnaði við veginn en yrði til þess að hægt væri að hefja hönnun vegarins strax. Ertu bjartsýn á að þið náið að safna 100 milljónum? „Já, ég er bjartsýn á það,“ segir Ragnheiður Jóna. Hægt er að styðja við verkefnið hér Húnaþing vestra Grunnskólar Skóla - og menntamál Vegagerð Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Síðustu ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þá hefur orðin mikil aukning á umferð ferðamanna um veginn og slys á veginum of tíð. Skólabíll far um veginn daglega með börn í grunnskólann á Hvammstanga. „Vatnsvegurinn, þetta er 70 kílómetra vegur, sem er um Vatnsnesið. Þetta er mjög slæmur malarvegur eins og við höfum reyndar oft fjallað um og fáum aldrei leið á að tala um. Vegurinn er núna búin að vera í verulega slæmu ástandi í haust og er núna í mjög slæmu ástandi. Ég get tekið sem dæmi að við erum að keyra skólakrakka þessa leið daglega og það hefur farið allt upp í tvo tíma og tuttugu mínútur, sem þau hafa þurft að sitja í bíl, sem ætti að vera innan við klukkutíma akstur. Börnin koma mörg hver lasinn í skólann og þurfa að jafna sig í fyrsta tíma eftir að hafa verið í skólabílnum,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra hvetur sem flesta til að styrkja fjármögnun verkefnisins um Vatnsveg.Aðsend Ragnheiður Jóna segir að vegurinn sé kominn inn á samgönguáætlun en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eða á árunum 2030-2034, sem er algjörlega óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra. Því sé hafin hópfjármögnunum á Karolinafund þar sem ætlunin er að safna 100 milljónum króna upp í veginn, sem er hins vegar bara brot af kostnaði við veginn en yrði til þess að hægt væri að hefja hönnun vegarins strax. Ertu bjartsýn á að þið náið að safna 100 milljónum? „Já, ég er bjartsýn á það,“ segir Ragnheiður Jóna. Hægt er að styðja við verkefnið hér
Húnaþing vestra Grunnskólar Skóla - og menntamál Vegagerð Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent