Er hann var á leið á fyrsta ríkisráðsfund ríkisstjórnarinnar sagðist Willum kunna vel við orðalagið í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
„Styrkur hvers samfélags er ekki síst mældur í öflugu heilbrigðiskerfi,“ sagði Willum.
Hann sagði mikilvægt að skapa sátt og samlyndi um það að efla heilbrigðiskerfi Íslendinga svo öllum liði vel með það.
„Ekki síst þessu frábæra starfsfólki sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Ef því líður vel þá líður okkur öllum vel.“
Willum sagði einnig að hans biðu fjölþætt verkefni og áskoranir á hverjum degi í heilbrigðisráðuneytinu.
Varðandi mögulega einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu sagði Willum:
„Við viljum bara nýta alla þekkingu í kerfinu.“