Egill og Ási höfðu þetta bara eins og þeir vildu Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2021 21:26 Gunnar Magnússon er með lið Aftureldingar í brekku en er bjartsýnn á framhaldið eftir áramót. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ekki í vafa um hvað hefði skilað FH sigri í Mosfellsbæ í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Egill Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru illa með heimamenn og skoruðu samtals 22 mörk í 31-26 sigri FH-inga. „Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira