Skora á Katrínu að segja af sér og boða mál fyrir Mannréttindadómstólnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 10:37 Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins, sem skorað hefur á forsætisráðherra að segja af sér. Vísir Stjórnarskrárfélagið hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu. Formaður félagsins segir Alþingi hafa höggið varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu. Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér ályktun í morgun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Fram kemur í ályktuninni að félagið fordæmi framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skori á forsætisráðherra að taka fulla ábyrgð á þeirri afstöðu sinni að hafa greitt atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. „Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir í ályktuninni. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélgasins, segir forsætisráðherra hafa gengið lengra en hún hafi þurft þegar taka þurfti afstöðu gagnvar kosningunum. Hún hefði getað farið sömu leið og Svandís Svavarsdóttir matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem lagði til uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, eða setið hjá. „En hún vill taka afstöðu með þessum kosningum og okkur finnst bara mjög eðlilegt í ljósi þess að hún er æðsti embættismaður ríkisins að hún taki þá líka ábyrgð ef Mannréttindadómstóllinn kemst að því að þetta sé lögbrot,“ segir Katrín Oddsdóttir í samtali við fréttastofu. Afstaða nýrrar ríkisstjórnar gagnvart stjórnarskrármálinu grátleg Fram kemur í ályktuninni að ákvörðun Alþingis að boða ekki til uppkosninga höggvi stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu. Brotin séu enn alvarlegri í ljósi þess að í nær níu ár hafi þingið hundsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrár lýðveldisins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks undirrita stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum í gær.Vísir/Vilhelm „Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess að úrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla,“ segir í ályktuninni. „Það er grátlegt að sjá hvað kemur fram í þessu stjórnarsáttmála um stjórnarskrármálið. Hvers konar ótrúleg uppgjöf er í gangi gagnvart því máli hjá þessari nýju ríkisstjórn. Það að það eigi bara að setja málið í hendurnar á sérfræðingum og svo meta stöðuna í framhaldinu er að mínu mati gjörsamlega galið í ljósi þess að við erum með þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem fyrir liggur hver vilji almennings er. Það virðist vera hvorki vilji né skilningur hjá Alþingi Íslendinga né ríkisstjórninni á þeirri staðreynd að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ segir Katrín Oddsdóttir. Dómstólar hér á landi hafa ekki heimild til að fjalla um kosningarnar Hún bendir á að samkvæmt nýrri stjórnarskrá hefði verið hægt að vísa niðurstöðum Alþingiskosninganna til íslenskra dómstóla en í dag er það ekki hægt og telur Katrín því að vísa megi málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. „Meginreglan er alltaf sú að þú verðir að klára öll kæruúrræði í heimalandinu en það er ekkert þannig í boði hér þannig að fyrir vikið teljum við að það verði bara að fara með málið beint fyrir Mannréttindadómstólinn,“ segir Katrín. „Nú verður Katrín Jakobsdóttir bara að taka ábyrgð á því hvernig hún stýrir þessari skútu. Það mun koma í ljós þegar þetta fer fyrir Mannréttindadómstólinn hvort hún hafi gerst sek um lögbrot. Ef hún hefur gerst sek um það verður hún bara að taka ábyrgð og segja af sér.“ Ályktun Stjónrarskrárfélgasins má lesa í heild sinni hér að neðan: Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér. Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðun Alþingis heggur stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu, enda óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Öryggisreglurnar sem brotnar voru eiga að tryggja að almenningur geti treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Brot Alþingis gegn lögum og grundvallarforsendum lýðræðisins er enn alvarlegra í ljósi þess að í nær 9 ár hefur þingið hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að tillögur stjórnlagaráðs skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess aðúrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla. Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í bráðum áratug, eykur enn á alvarleika þess að láta sérhagsmuni þingmanna ganga framar landslögum og þeim ríku hagsmunum sem þjóðin hefur af því að geta treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds. Valdi fylgir ábyrgð. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti 43.423 staðfestum undirskriftum kjósenda þann 20. október 2020 þar sem þess var krafist að úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá árið 2012 yrðu virt. Líkt og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur forsætisráðherra haft þessar undirskriftir að engu. Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er augljóst að áfram skal haldið á sömu braut og af sömu vanvirðingu við lýðræðislega stjórnarhætti og áður. Með því að greiða því atkvæði að niðurstöður kosninga í Norðvesturkjördæmi skuli standa þrátt fyrir alvarlega annmarka og lögbrot hefur Katrín Jakobsdóttir gerst samábyrg meiri hluta þingsins. Þess vegna skorar Stjórnarskrárfélagið á hana að segja tafarlaust af sér embætti ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi með atkvæði sínu tekið þátt í að gera Ísland brotlegt gegn rétti borgara landsins til frjálsra kosninga. Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Rétt er að Katrín Jakobsdóttir geri slíkt hið sama ef ákvörðun Alþingis fer í bága við Mannréttindasáttmálann. Æðsta handhafa framkvæmdavaldsins ber að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Samþykkt einróma á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins þann 28. nóvember 2021. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35 Leigjendur fordæma stjórnarsáttmálann Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er ekki að finna neina stefnubreytingu í húsnæðismálum. 28. nóvember 2021 17:01 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér ályktun í morgun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Fram kemur í ályktuninni að félagið fordæmi framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skori á forsætisráðherra að taka fulla ábyrgð á þeirri afstöðu sinni að hafa greitt atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. „Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir í ályktuninni. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélgasins, segir forsætisráðherra hafa gengið lengra en hún hafi þurft þegar taka þurfti afstöðu gagnvar kosningunum. Hún hefði getað farið sömu leið og Svandís Svavarsdóttir matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem lagði til uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, eða setið hjá. „En hún vill taka afstöðu með þessum kosningum og okkur finnst bara mjög eðlilegt í ljósi þess að hún er æðsti embættismaður ríkisins að hún taki þá líka ábyrgð ef Mannréttindadómstóllinn kemst að því að þetta sé lögbrot,“ segir Katrín Oddsdóttir í samtali við fréttastofu. Afstaða nýrrar ríkisstjórnar gagnvart stjórnarskrármálinu grátleg Fram kemur í ályktuninni að ákvörðun Alþingis að boða ekki til uppkosninga höggvi stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu. Brotin séu enn alvarlegri í ljósi þess að í nær níu ár hafi þingið hundsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrár lýðveldisins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks undirrita stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum í gær.Vísir/Vilhelm „Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess að úrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla,“ segir í ályktuninni. „Það er grátlegt að sjá hvað kemur fram í þessu stjórnarsáttmála um stjórnarskrármálið. Hvers konar ótrúleg uppgjöf er í gangi gagnvart því máli hjá þessari nýju ríkisstjórn. Það að það eigi bara að setja málið í hendurnar á sérfræðingum og svo meta stöðuna í framhaldinu er að mínu mati gjörsamlega galið í ljósi þess að við erum með þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem fyrir liggur hver vilji almennings er. Það virðist vera hvorki vilji né skilningur hjá Alþingi Íslendinga né ríkisstjórninni á þeirri staðreynd að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ segir Katrín Oddsdóttir. Dómstólar hér á landi hafa ekki heimild til að fjalla um kosningarnar Hún bendir á að samkvæmt nýrri stjórnarskrá hefði verið hægt að vísa niðurstöðum Alþingiskosninganna til íslenskra dómstóla en í dag er það ekki hægt og telur Katrín því að vísa megi málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. „Meginreglan er alltaf sú að þú verðir að klára öll kæruúrræði í heimalandinu en það er ekkert þannig í boði hér þannig að fyrir vikið teljum við að það verði bara að fara með málið beint fyrir Mannréttindadómstólinn,“ segir Katrín. „Nú verður Katrín Jakobsdóttir bara að taka ábyrgð á því hvernig hún stýrir þessari skútu. Það mun koma í ljós þegar þetta fer fyrir Mannréttindadómstólinn hvort hún hafi gerst sek um lögbrot. Ef hún hefur gerst sek um það verður hún bara að taka ábyrgð og segja af sér.“ Ályktun Stjónrarskrárfélgasins má lesa í heild sinni hér að neðan: Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér. Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðun Alþingis heggur stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu, enda óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Öryggisreglurnar sem brotnar voru eiga að tryggja að almenningur geti treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Brot Alþingis gegn lögum og grundvallarforsendum lýðræðisins er enn alvarlegra í ljósi þess að í nær 9 ár hefur þingið hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að tillögur stjórnlagaráðs skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess aðúrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla. Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í bráðum áratug, eykur enn á alvarleika þess að láta sérhagsmuni þingmanna ganga framar landslögum og þeim ríku hagsmunum sem þjóðin hefur af því að geta treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds. Valdi fylgir ábyrgð. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti 43.423 staðfestum undirskriftum kjósenda þann 20. október 2020 þar sem þess var krafist að úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá árið 2012 yrðu virt. Líkt og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur forsætisráðherra haft þessar undirskriftir að engu. Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er augljóst að áfram skal haldið á sömu braut og af sömu vanvirðingu við lýðræðislega stjórnarhætti og áður. Með því að greiða því atkvæði að niðurstöður kosninga í Norðvesturkjördæmi skuli standa þrátt fyrir alvarlega annmarka og lögbrot hefur Katrín Jakobsdóttir gerst samábyrg meiri hluta þingsins. Þess vegna skorar Stjórnarskrárfélagið á hana að segja tafarlaust af sér embætti ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi með atkvæði sínu tekið þátt í að gera Ísland brotlegt gegn rétti borgara landsins til frjálsra kosninga. Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Rétt er að Katrín Jakobsdóttir geri slíkt hið sama ef ákvörðun Alþingis fer í bága við Mannréttindasáttmálann. Æðsta handhafa framkvæmdavaldsins ber að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Samþykkt einróma á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins þann 28. nóvember 2021.
Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér. Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðun Alþingis heggur stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu, enda óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Öryggisreglurnar sem brotnar voru eiga að tryggja að almenningur geti treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Brot Alþingis gegn lögum og grundvallarforsendum lýðræðisins er enn alvarlegra í ljósi þess að í nær 9 ár hefur þingið hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að tillögur stjórnlagaráðs skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess aðúrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla. Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í bráðum áratug, eykur enn á alvarleika þess að láta sérhagsmuni þingmanna ganga framar landslögum og þeim ríku hagsmunum sem þjóðin hefur af því að geta treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds. Valdi fylgir ábyrgð. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti 43.423 staðfestum undirskriftum kjósenda þann 20. október 2020 þar sem þess var krafist að úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá árið 2012 yrðu virt. Líkt og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur forsætisráðherra haft þessar undirskriftir að engu. Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er augljóst að áfram skal haldið á sömu braut og af sömu vanvirðingu við lýðræðislega stjórnarhætti og áður. Með því að greiða því atkvæði að niðurstöður kosninga í Norðvesturkjördæmi skuli standa þrátt fyrir alvarlega annmarka og lögbrot hefur Katrín Jakobsdóttir gerst samábyrg meiri hluta þingsins. Þess vegna skorar Stjórnarskrárfélagið á hana að segja tafarlaust af sér embætti ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi með atkvæði sínu tekið þátt í að gera Ísland brotlegt gegn rétti borgara landsins til frjálsra kosninga. Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Rétt er að Katrín Jakobsdóttir geri slíkt hið sama ef ákvörðun Alþingis fer í bága við Mannréttindasáttmálann. Æðsta handhafa framkvæmdavaldsins ber að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Samþykkt einróma á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins þann 28. nóvember 2021.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35 Leigjendur fordæma stjórnarsáttmálann Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er ekki að finna neina stefnubreytingu í húsnæðismálum. 28. nóvember 2021 17:01 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01
Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35
Leigjendur fordæma stjórnarsáttmálann Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er ekki að finna neina stefnubreytingu í húsnæðismálum. 28. nóvember 2021 17:01