Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 15:37 Dana Jóhannsdóttir, móðir Begga Dan, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að hafa legið þar inn í ellefu vikur. Hún lagðist inn til að fara í hvíldarinnlögn en var samdægurs sett á lífslokameðferð. Vísir/Samsett „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ Þetta skrifar Beggi Dan um dauða móður sinnar, Dönu Jóhannsdóttur, og störf Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis í opnu bréfi sem birtist sem skoðanagrein á Vísi í morgun. Skúli hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna sex andláta sem talin eru hafa borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra sjúklinga. Er Skúli grunaður um röð alvarlegra mistaka og var hann látinn taka pokann sinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hefur síðan verið ráðinn að nýju af Landspítala, þar sem hann er í þjálfunar- og endurmenntunarferli. Beggi segir í bréfinu sem birtist í morgun að hann langi í raun ekki að rifja upp þessa harmsögu sína og móður sinnar en hann vilji að stjórnendur Landspítalans séu meðvitaðir um þá meðhöndlun sem Skúli veitti Dönu. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem það var tilkynnt að Skúli verði áfram við störf hjá Landspítala, þrátt fyrir lögreglurannsóknina. „Eftir að hafa lesið tilkynninguna ykkar dreg ég þá ályktun að þið séuð ekki með réttar upplýsingar og hafið þar af leiðandi gert mistök þegar þið ákváðuð að Skúli yrði áfram við vinnu á spítalanum,“ skrifar Beggi. Bendir hann á að lífslokameðferð sé úrræði sem eingöngu eigi að beita í tilfelli dauðvona sjúklinga og eigi slík meðferð aðeins að standa yfir í nokkra daga. Ekki í ellefu vikur og vísar í niðurstöður rannsóknar landlæknis á dauða móður hans: „Það er álit landlæknis að STG hafi mælt fyrir um og hafið lífslokameðferð án þess að staðfesta, tilgreina ástæðu eða leiða fullnægjandi líkum að því að dauðinn hafi verið yfirvofandi. Enn fremur án viðeigandi samráðs við aðstandendur og starfsfólk.“ „Hún fékk drep annað í eyrað, hluti af því datt af“ Beggi skrifar að móðir hans hafi ekki einu sinni verið látin vita af ákvörðun Skúla um þessa meðferð og segist hann viss um að hana hafi ekki grunað að læknirinn, sem hún hafi átt að geta treyst, væri búinn að fyrirskipa óþarfa lífslokameðferð sem myndi leiða að dauða hennar. „Síðustu vikurnar í lífi móður minnar voru henni hreinasta kvalræði. Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar, ekki var haldið að henni vökva, alvarlegur bætiefnaskortur var virtur að vettugi auk þess sem risastór legusár sem gengu inn að beini fengu að grassera. Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af,“ skrifar Beggi. „Í þau skipti sem hlúa átti að legusárum þá fékk hún ekki deyfingu því Skúli hefur talið óþarft að lina kvalir hennar, í það minnsta samþykkti hann ekki notkun deyfilyfja þegar kom að því að hreinsa sárin sem kvöldu hana svo sárt.“ Fram kemur í niðurstöðum rannsóknar landlæknis, sem Beggi vísar í, að eftir ellefu vikna langa legu hafi móður hans hrakað alvarlega. Hún hafi verið komin með næringarskort, legusár og sýkingar allt fram að andlátinu sem hafi orið fyrr en ef hún hefði fengið viðeigandi meðferð. „Það er álit landlæknis að læknar HSS hafi sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi gagnvart augljósum næringarvandamálum og staðfestum bætiefnaskorti sem hafa mögulega átt mikilvægan þátt í versnandi einkennum og heilsufarsvandamálum.“ Mótmælti deyfilyfjum en fékk ekki ósk sína uppfyllta Beggi segir að Skúli hafi látið dæla svo miklum róandi lyfjum í Dönu að hún hafi verið hætt að geta talað. Hún hafi starað stjörf út í loftið og segir Beggi að vel hafi sést í augum hennar að hún hafi verið logandi hrædd. „Hún var það dofin af lyfjunum sem Skúli lét hana innbyrða að hún gat ekki beðið um hjálp. Oft vissi hún ekki einu sinni hvar hún var stödd,“ skrifar Beggi og vísar til rannsóknar landlæknis, þar sem fram kemur að landlæknir meti svo að verkjameðferð hafi verið „ranglega og óhóflega beitt við meðferð“ hennar í umræddri legu. Beggi segir að oft hafi móðir hans reynt að koma því til skila að hún vildi ekki deyfilyfin en þá hafi verið settir á hana morfínplástrar, sem staðsettir hafi verið þannig að hún gæti ekki rifið þá af sér. „Við systkinin gerðum ítrekaðar og alvarlegar athugasemdir við meðferðina á móður okkar en ekki var orðið við óskum okkar um að veita henni mannsæmandi meðferð. Á fundum var blákalt logið að okkur um ástand hennar og hvers vegna Skúli tók þá ákvörðun að beita lífslokameðferð þegar engar forsendur voru fyrir slíku,“ skrifar Beggi. „Hrokinn í svörum Skúla til landlæknis var sláandi“ Fram kemur í niðurstöðu rannsóknar landlæknis að embættið telji ekki aðeins hafa verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við heilbrigðisþjónustuna sem veitt var Dönu heldur hafi í einhverjum tilvikum verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök af hálfu Skúla, sem bar meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð Dönu. Eftir fráfallið leituðu Beggi og systir hans Eva til landlæknis og kvörtuðu vegna þjónustunnar. Fóru þau þar fram á að embættið rannsakaði meðferðina sem leiddi til dauða móður þeirra. Embættið varð við því og var óháður sérfræðingur í öldrunarlækningum fenginn til að fara yfir sjúkragögnin, greiningar, meðhöndlun, skráningar í kerfi spítalans, nótur frá læknum og fleira. „Skúli fékk tækifæri til að svara fyrir sig en hafði ekki einu sinni fyrir því í upphafi að svara erindi landlæknis þrátt fyrir augljósan alvarleika málsins. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja stóð heldur ekki sína plikt þegar kom að samskiptum við landlækni,“ skrifar Beggi. „Hrokinn í svörum Skúla til landlæknis var sláandi og var greinilegt að læknirinn ætlaði sér ekki að viðurkenna neinn misbrest þrátt fyrir að augljóst væri að stórkostleg vanræksla hefði átt sér stað. Mér finnst rétt að benda á að í svörum sínum reynir hann að skella skuldinni á móður mína og á okkur systkinin, börnin hennar.“ Skúli hafi varpað ábyrgð sinni á látinn skjólstæðing Beggi vísar í niðurstöður rannsóknar landlæknis þar sem fram kemur að álit landlæknis sé að Skúli, yfirlæknir, hafi ekki staðið við sína ábyrgð og skyldur við meðferð Dönu og í staðin leitast við að varpa ábyrgð sinni á sjúklinginn. Þá hafi viðbrögð HSS við kvörtuninni, þar sem fram koma alvarlegar ávirðingar og spurningar um meint frávik og brot á veitingu heilbrigðisþjónustu, verið með öllu ófullnægjandi og ámælisverð. „Með þessu hafi viðkomandi stofnun, sem ábyrgð ber á að svara fram kominni kvörtun, sýnt bæði kvartanda og embætti landlæknis, sem er eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustu, óvirðingu,“ hefur Beggi eftir niðurstöðum rannsóknar landlæknis á málinu. „Það er álit landlæknis að STG hafi ekki aðeins komið fram með ótilhlýðilegum hætti við aðstandendur skjólstæðings síns meðan á meðferð stóð, sem sem lýst er í kvörtuninni og fram kemur í sjúkragögnum, heldur hafi hann einnig sýnt ótilhlýðilega afstöðu og ummæli í garð aðstandenda í andsvörum sínum í þessu máli.“ Skilur ekki hvers vegna læknir sem er til lögreglurannsóknar var ráðinn Beggi segir að um leið og niðurstaða rannsóknar landlæknis lá fyrir hafi þau systkinin leitað til lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þau lögðu fram kæru á hendur Skúla og tveimur öðrum starfsmönnum HSS. Í kjölfarið hófst svo viðamikil rannsókn á málinu. „Hún var einkennileg tilfinningin sem greip mig þegar ég uppgötvaði að þið hefðuð ráðið Skúla, lækni sem grunaður er um alvarlega og refsiverða háttsemi gagnvart sjúklingum, í vinnu á sjúkrahúsinu ykkar. Þetta gerðuð þið þrátt fyrir rannsókn landlæknis og þá staðreynd að hann er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn þar sem meint fórnarlömb eru ellefu talsins, af þeim létu sex lífið,“ skrifar Beggi. Hann ræddi málið líka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Beggi vísar í tilkynningu Landspítala, þar sem tilkynnt var að Skúli væri í „endurhæfingu“ og spyr sig í hverju sú endurhæfing felst nákvæmlega. „Hvernig stendur á því að hann fær sérmeðferð hjá Landspítalanum. Mér þætti vænt um að fá svör við þessum spurningum sem fyrst,“ skrifar Beggi. „Ég mun seint skilja hvers vegna Skúli er við störf hjá ykkur á þessum tímapunkti. Augljóslega á sjúkrahús að vera öruggur staður og því vona ég að þið gerið það eina rétta í stöðunni og víkið Skúla Gunnlaugssyni úr starfi á meðan niðurstaða fæst í þau grafalvarlegu mál sem nú eru til rannsóknar hjá lögreglu. Annað er óásættanlegt.“ Systur Begga, Eva og Borghildur Hauksdætur, ræddu dauða móður sinnar við fréttastofu í ágúst. Horfa má á viðtalið við þær í spilaranum hér að neðan: Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Opið bréf til stjórnenda Landspítalans vegna Skúla Gunnlaugssonar læknis Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf. 29. nóvember 2021 09:01 Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta skrifar Beggi Dan um dauða móður sinnar, Dönu Jóhannsdóttur, og störf Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis í opnu bréfi sem birtist sem skoðanagrein á Vísi í morgun. Skúli hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna sex andláta sem talin eru hafa borið að með saknæmum hætti og mál fimm annarra sjúklinga. Er Skúli grunaður um röð alvarlegra mistaka og var hann látinn taka pokann sinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hefur síðan verið ráðinn að nýju af Landspítala, þar sem hann er í þjálfunar- og endurmenntunarferli. Beggi segir í bréfinu sem birtist í morgun að hann langi í raun ekki að rifja upp þessa harmsögu sína og móður sinnar en hann vilji að stjórnendur Landspítalans séu meðvitaðir um þá meðhöndlun sem Skúli veitti Dönu. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem það var tilkynnt að Skúli verði áfram við störf hjá Landspítala, þrátt fyrir lögreglurannsóknina. „Eftir að hafa lesið tilkynninguna ykkar dreg ég þá ályktun að þið séuð ekki með réttar upplýsingar og hafið þar af leiðandi gert mistök þegar þið ákváðuð að Skúli yrði áfram við vinnu á spítalanum,“ skrifar Beggi. Bendir hann á að lífslokameðferð sé úrræði sem eingöngu eigi að beita í tilfelli dauðvona sjúklinga og eigi slík meðferð aðeins að standa yfir í nokkra daga. Ekki í ellefu vikur og vísar í niðurstöður rannsóknar landlæknis á dauða móður hans: „Það er álit landlæknis að STG hafi mælt fyrir um og hafið lífslokameðferð án þess að staðfesta, tilgreina ástæðu eða leiða fullnægjandi líkum að því að dauðinn hafi verið yfirvofandi. Enn fremur án viðeigandi samráðs við aðstandendur og starfsfólk.“ „Hún fékk drep annað í eyrað, hluti af því datt af“ Beggi skrifar að móðir hans hafi ekki einu sinni verið látin vita af ákvörðun Skúla um þessa meðferð og segist hann viss um að hana hafi ekki grunað að læknirinn, sem hún hafi átt að geta treyst, væri búinn að fyrirskipa óþarfa lífslokameðferð sem myndi leiða að dauða hennar. „Síðustu vikurnar í lífi móður minnar voru henni hreinasta kvalræði. Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar, ekki var haldið að henni vökva, alvarlegur bætiefnaskortur var virtur að vettugi auk þess sem risastór legusár sem gengu inn að beini fengu að grassera. Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af,“ skrifar Beggi. „Í þau skipti sem hlúa átti að legusárum þá fékk hún ekki deyfingu því Skúli hefur talið óþarft að lina kvalir hennar, í það minnsta samþykkti hann ekki notkun deyfilyfja þegar kom að því að hreinsa sárin sem kvöldu hana svo sárt.“ Fram kemur í niðurstöðum rannsóknar landlæknis, sem Beggi vísar í, að eftir ellefu vikna langa legu hafi móður hans hrakað alvarlega. Hún hafi verið komin með næringarskort, legusár og sýkingar allt fram að andlátinu sem hafi orið fyrr en ef hún hefði fengið viðeigandi meðferð. „Það er álit landlæknis að læknar HSS hafi sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi gagnvart augljósum næringarvandamálum og staðfestum bætiefnaskorti sem hafa mögulega átt mikilvægan þátt í versnandi einkennum og heilsufarsvandamálum.“ Mótmælti deyfilyfjum en fékk ekki ósk sína uppfyllta Beggi segir að Skúli hafi látið dæla svo miklum róandi lyfjum í Dönu að hún hafi verið hætt að geta talað. Hún hafi starað stjörf út í loftið og segir Beggi að vel hafi sést í augum hennar að hún hafi verið logandi hrædd. „Hún var það dofin af lyfjunum sem Skúli lét hana innbyrða að hún gat ekki beðið um hjálp. Oft vissi hún ekki einu sinni hvar hún var stödd,“ skrifar Beggi og vísar til rannsóknar landlæknis, þar sem fram kemur að landlæknir meti svo að verkjameðferð hafi verið „ranglega og óhóflega beitt við meðferð“ hennar í umræddri legu. Beggi segir að oft hafi móðir hans reynt að koma því til skila að hún vildi ekki deyfilyfin en þá hafi verið settir á hana morfínplástrar, sem staðsettir hafi verið þannig að hún gæti ekki rifið þá af sér. „Við systkinin gerðum ítrekaðar og alvarlegar athugasemdir við meðferðina á móður okkar en ekki var orðið við óskum okkar um að veita henni mannsæmandi meðferð. Á fundum var blákalt logið að okkur um ástand hennar og hvers vegna Skúli tók þá ákvörðun að beita lífslokameðferð þegar engar forsendur voru fyrir slíku,“ skrifar Beggi. „Hrokinn í svörum Skúla til landlæknis var sláandi“ Fram kemur í niðurstöðu rannsóknar landlæknis að embættið telji ekki aðeins hafa verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við heilbrigðisþjónustuna sem veitt var Dönu heldur hafi í einhverjum tilvikum verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök af hálfu Skúla, sem bar meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð Dönu. Eftir fráfallið leituðu Beggi og systir hans Eva til landlæknis og kvörtuðu vegna þjónustunnar. Fóru þau þar fram á að embættið rannsakaði meðferðina sem leiddi til dauða móður þeirra. Embættið varð við því og var óháður sérfræðingur í öldrunarlækningum fenginn til að fara yfir sjúkragögnin, greiningar, meðhöndlun, skráningar í kerfi spítalans, nótur frá læknum og fleira. „Skúli fékk tækifæri til að svara fyrir sig en hafði ekki einu sinni fyrir því í upphafi að svara erindi landlæknis þrátt fyrir augljósan alvarleika málsins. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja stóð heldur ekki sína plikt þegar kom að samskiptum við landlækni,“ skrifar Beggi. „Hrokinn í svörum Skúla til landlæknis var sláandi og var greinilegt að læknirinn ætlaði sér ekki að viðurkenna neinn misbrest þrátt fyrir að augljóst væri að stórkostleg vanræksla hefði átt sér stað. Mér finnst rétt að benda á að í svörum sínum reynir hann að skella skuldinni á móður mína og á okkur systkinin, börnin hennar.“ Skúli hafi varpað ábyrgð sinni á látinn skjólstæðing Beggi vísar í niðurstöður rannsóknar landlæknis þar sem fram kemur að álit landlæknis sé að Skúli, yfirlæknir, hafi ekki staðið við sína ábyrgð og skyldur við meðferð Dönu og í staðin leitast við að varpa ábyrgð sinni á sjúklinginn. Þá hafi viðbrögð HSS við kvörtuninni, þar sem fram koma alvarlegar ávirðingar og spurningar um meint frávik og brot á veitingu heilbrigðisþjónustu, verið með öllu ófullnægjandi og ámælisverð. „Með þessu hafi viðkomandi stofnun, sem ábyrgð ber á að svara fram kominni kvörtun, sýnt bæði kvartanda og embætti landlæknis, sem er eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustu, óvirðingu,“ hefur Beggi eftir niðurstöðum rannsóknar landlæknis á málinu. „Það er álit landlæknis að STG hafi ekki aðeins komið fram með ótilhlýðilegum hætti við aðstandendur skjólstæðings síns meðan á meðferð stóð, sem sem lýst er í kvörtuninni og fram kemur í sjúkragögnum, heldur hafi hann einnig sýnt ótilhlýðilega afstöðu og ummæli í garð aðstandenda í andsvörum sínum í þessu máli.“ Skilur ekki hvers vegna læknir sem er til lögreglurannsóknar var ráðinn Beggi segir að um leið og niðurstaða rannsóknar landlæknis lá fyrir hafi þau systkinin leitað til lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þau lögðu fram kæru á hendur Skúla og tveimur öðrum starfsmönnum HSS. Í kjölfarið hófst svo viðamikil rannsókn á málinu. „Hún var einkennileg tilfinningin sem greip mig þegar ég uppgötvaði að þið hefðuð ráðið Skúla, lækni sem grunaður er um alvarlega og refsiverða háttsemi gagnvart sjúklingum, í vinnu á sjúkrahúsinu ykkar. Þetta gerðuð þið þrátt fyrir rannsókn landlæknis og þá staðreynd að hann er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn þar sem meint fórnarlömb eru ellefu talsins, af þeim létu sex lífið,“ skrifar Beggi. Hann ræddi málið líka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Beggi vísar í tilkynningu Landspítala, þar sem tilkynnt var að Skúli væri í „endurhæfingu“ og spyr sig í hverju sú endurhæfing felst nákvæmlega. „Hvernig stendur á því að hann fær sérmeðferð hjá Landspítalanum. Mér þætti vænt um að fá svör við þessum spurningum sem fyrst,“ skrifar Beggi. „Ég mun seint skilja hvers vegna Skúli er við störf hjá ykkur á þessum tímapunkti. Augljóslega á sjúkrahús að vera öruggur staður og því vona ég að þið gerið það eina rétta í stöðunni og víkið Skúla Gunnlaugssyni úr starfi á meðan niðurstaða fæst í þau grafalvarlegu mál sem nú eru til rannsóknar hjá lögreglu. Annað er óásættanlegt.“ Systur Begga, Eva og Borghildur Hauksdætur, ræddu dauða móður sinnar við fréttastofu í ágúst. Horfa má á viðtalið við þær í spilaranum hér að neðan:
Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Opið bréf til stjórnenda Landspítalans vegna Skúla Gunnlaugssonar læknis Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf. 29. nóvember 2021 09:01 Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Opið bréf til stjórnenda Landspítalans vegna Skúla Gunnlaugssonar læknis Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf. 29. nóvember 2021 09:01
Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent