Meðalfjölskylda muni verja 239 þúsund í jólainnkaupin Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2021 15:00 Mikill annatími er fram undan í verslunarkjörnum landsins. Vísir/Vilhelm Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) spáir því að hver Íslendingur muni verja 59.715 krónum til jólainnkaupa í nóvember og desember. Það gera rúmlega 238.800 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Spáir RSV að jólaverslun muni aukast um 3,86% frá síðasta ári og að aukningin nemi um 0,1% að raunvirði. Í fyrra jókst velta smávöruverslana yfir jólamánuðina um 17,4% eða um tæplega 16,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við sama tímabil árið 2019. Samkvæmt gögnum um virðisaukauppgjör Hagstofu Íslands hækkaði jólavelta mest árið 2011 þegar hún jókst um 7,9%. Að mati RSV eru horfur á góðri jólaverslun í ár en verðlækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum muni þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verði minni en annars. Þetta kemur fram í nýrri samantekt RSV um jólaverslun. Telja að verslað verði fyrir 136 milljarða króna RSV spáir því að velta í smásöluverslun í nóvember og desember þetta árið verði um rúmir 136 milljarðar króna með virðisaukaskatti. Þar af eru rúmir 22 milljarðar umfram meðaltal annarra mánaða ársins og má ætla að þeir séu vegna jólainnkaupa. Samkvæmt netkönnun sem framkvæmd var af Prósent í byrjun nóvembermánaðar sögðust 20% aðspurðra ætla að verja 10 til 49 þúsund krónum í jólagjafir í ár og 29% sögðust ætla að verja 50 til 99 þúsund krónum. RSV gaf ekki út spá um jólaverslun í fyrra en gögn benda nú til að kórónuveirufaraldurinn hafi í lang flestum tilvikum haft jákvæð áhrif á innlenda verslun. Leiða má líkur að því að aukna veltu í innlendri verslun á árinu megi að hluta rekja til samkomu-og ferðatakmarkana vegna faraldursins. Að sögn RSV kemur sú aukning líklega til bæði vegna tilfærslu á milli innlendrar og erlendrar verslunar en einnig vegna þess að framboð á afþreyingu og öðru sem neytendur hafa vanalega kost á að verja fjármunum sínum í hafi dregist saman. Verslun Jól Fjármál heimilisins Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Spáir RSV að jólaverslun muni aukast um 3,86% frá síðasta ári og að aukningin nemi um 0,1% að raunvirði. Í fyrra jókst velta smávöruverslana yfir jólamánuðina um 17,4% eða um tæplega 16,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við sama tímabil árið 2019. Samkvæmt gögnum um virðisaukauppgjör Hagstofu Íslands hækkaði jólavelta mest árið 2011 þegar hún jókst um 7,9%. Að mati RSV eru horfur á góðri jólaverslun í ár en verðlækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum muni þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verði minni en annars. Þetta kemur fram í nýrri samantekt RSV um jólaverslun. Telja að verslað verði fyrir 136 milljarða króna RSV spáir því að velta í smásöluverslun í nóvember og desember þetta árið verði um rúmir 136 milljarðar króna með virðisaukaskatti. Þar af eru rúmir 22 milljarðar umfram meðaltal annarra mánaða ársins og má ætla að þeir séu vegna jólainnkaupa. Samkvæmt netkönnun sem framkvæmd var af Prósent í byrjun nóvembermánaðar sögðust 20% aðspurðra ætla að verja 10 til 49 þúsund krónum í jólagjafir í ár og 29% sögðust ætla að verja 50 til 99 þúsund krónum. RSV gaf ekki út spá um jólaverslun í fyrra en gögn benda nú til að kórónuveirufaraldurinn hafi í lang flestum tilvikum haft jákvæð áhrif á innlenda verslun. Leiða má líkur að því að aukna veltu í innlendri verslun á árinu megi að hluta rekja til samkomu-og ferðatakmarkana vegna faraldursins. Að sögn RSV kemur sú aukning líklega til bæði vegna tilfærslu á milli innlendrar og erlendrar verslunar en einnig vegna þess að framboð á afþreyingu og öðru sem neytendur hafa vanalega kost á að verja fjármunum sínum í hafi dregist saman.
Verslun Jól Fjármál heimilisins Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira