Franskur graffari djúpt snortinn af viðbrögðum við ólöglegu veggjakroti hans í Laugardal Snorri Másson skrifar 29. nóvember 2021 23:34 Kraak-N er heiti nafnlauss myndlistamanns sem setti mark sitt á nýmálaðan bílskúrsvegg í Laugardal í vikunni. Höfundurinn er franskur og var í fríi á Íslandi, en er nú farinn heim. Íbúarnir eru í skýjunum með verkið - og hann þar með líka. Á myndinni til hægri sést það sem séð verður af listamanninum. Samsett: Instagram/Twitter Íbúar húsaraðar við Laugalæk eru hæstánægðir með nýtt veggjakrot sem birtist á húsnæði þeirra í vikunni. Það sem einn segir að sé eins og sérpantað listaverk á nýuppgerðum bílskúr er í grunninn ekkert annað en venjulegt graff. Listamaðurinn á bakvið það er glaður að þau séu glöð. Undravera af kolkrabbaætt tók sér bólfestu á húsveggnum í vikunni. Þegar íbúi sem fréttastofa ræddi við frétti af graffinu hjá syni sínum rauk hann upp og ætlaði að fara að mála yfir það. En þegar hann kom á staðinn var hann frá sér numinn af hrifningu. Það er bara svo flott. Stöð 2 skoðaði vegginn og ræddi við íbúa á staðnum í dag. Einnig var staldrað við önnur vegglistaverk bæjarins: „Ég held að flestir séu bara jákvæðir. Það var umræða í hópnum og flestir voru bara mjög ánægðir með þessa viðbót, við vorum nýbúin að taka húsið í gegn og láta mála það og þetta var bara eins og punkturinn yfir i-ið,“ segir Elín Vignisdóttir, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Frakki á ferðalagi skemmdarvargurinn, eða listamaðurinn Heiðurinn að verkinu á 25 ára gamall franskur myndlistarmaður sem notast við merkinguna Kraak-N og málar helst skrímsli í anda goðsagnakvikindisins Kraken. Kraken er upphaflega norræn goðsögn um ógurlegt sæskrímsli, rótgróin hjátrú á meðal sjómanna. Margir þekkja ófreskjuna úr Pirates of the Caribean.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af listamanninum á Instagram og hann var ekki til í viðtal undir nafni, enda segir hann fólk stundum ósátt við það bessaleyfi sem hann taki sér í sinni vinnu. Verkið er að hans sögn aðeins eitt af sjö sem hann gerði í stuttu fríi á landinu. Fór með vinum sínum að skoða fossa á daginn en stalst einn út á næturnar með listrænt erindi. Segist elska Reykjavík og kvaðst djúpt snortinn þegar fréttastofa greindi honum frá viðtökum íbúanna. „Mér finnst einmitt að mín list eigi heima í hversdagslífi fólks,“ skrifar listamaðurinn í svari sínu. „Það sem mér finnst best við furðuverurnar mínar er að þær horfast í augu við áhorfendur sína og gera hversdagsannirnar bærilegri, ekki síst á þessum tíma árs.“ Kraak-N biður blaðamann að koma því á framfæri við Íslendinga að hann sé boðinn og búinn að skreyta valda veggi í Reykjavík þegar hann kemur einhvern tímann aftur. Hann þurfi bara að fá lista af staðsetningum við komuna. View this post on Instagram A post shared by Kraak-N (@raakomodo) Fín vegglistaverk virðast hafa fælingarmátt gegn verri vegglistaverkum, hefðbundnu kroti. Eftir að vandað verk birtist á vegg í Háteigshverfi losnuðu íbúar við stanslaust ómarkvisst graff, eins og sýnt er í myndbandinu hér að ofan. Hið sama gerðist á Hofsvallagötu í Vesturbæ. Grindverk þar hafði frá ómunatíð verið þakið misvandaðri vitleysu en þegar Super Mario birtist þar komust íbúarnir að raun um að þegar mikið er lagt í vegglistaverk er það til þess fallið að fá aðra vegglistamenn til að halda að sér höndum í virðingarskyni við það sem fyrir er. Lögmál frumskógarins... Óþekktur listamaður snaraði þessu glæsilega verki óumbeðinn upp á endavegg bílskúrsraðarinnar hjá okkur í fyrrinótt. Held (og vona) að allir íbúar hússins séu jafnsátt og við. Ef svo (ólíklega kannski) vill til að hann/hún sé á forritinu - þá bara bestu þakkir fyrir! pic.twitter.com/GOGo6ekzka— Finnur Þór Vilhjálmsson (@FinnurV) November 28, 2021 Reykjavík Myndlist Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. 26. október 2021 20:48 Ekki krotað meira á veggi í tvö ár Þrátt fyrir að færri eignaspjöll hafi verið framin á höfuðborgarsvæðinu í júlí en í júní hafa ekki verið framin fleiri „meiriháttar eignaspjöll“ í einum mánuði síðan í október 19. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Undravera af kolkrabbaætt tók sér bólfestu á húsveggnum í vikunni. Þegar íbúi sem fréttastofa ræddi við frétti af graffinu hjá syni sínum rauk hann upp og ætlaði að fara að mála yfir það. En þegar hann kom á staðinn var hann frá sér numinn af hrifningu. Það er bara svo flott. Stöð 2 skoðaði vegginn og ræddi við íbúa á staðnum í dag. Einnig var staldrað við önnur vegglistaverk bæjarins: „Ég held að flestir séu bara jákvæðir. Það var umræða í hópnum og flestir voru bara mjög ánægðir með þessa viðbót, við vorum nýbúin að taka húsið í gegn og láta mála það og þetta var bara eins og punkturinn yfir i-ið,“ segir Elín Vignisdóttir, íbúi í húsinu, í samtali við fréttastofu. Frakki á ferðalagi skemmdarvargurinn, eða listamaðurinn Heiðurinn að verkinu á 25 ára gamall franskur myndlistarmaður sem notast við merkinguna Kraak-N og málar helst skrímsli í anda goðsagnakvikindisins Kraken. Kraken er upphaflega norræn goðsögn um ógurlegt sæskrímsli, rótgróin hjátrú á meðal sjómanna. Margir þekkja ófreskjuna úr Pirates of the Caribean.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af listamanninum á Instagram og hann var ekki til í viðtal undir nafni, enda segir hann fólk stundum ósátt við það bessaleyfi sem hann taki sér í sinni vinnu. Verkið er að hans sögn aðeins eitt af sjö sem hann gerði í stuttu fríi á landinu. Fór með vinum sínum að skoða fossa á daginn en stalst einn út á næturnar með listrænt erindi. Segist elska Reykjavík og kvaðst djúpt snortinn þegar fréttastofa greindi honum frá viðtökum íbúanna. „Mér finnst einmitt að mín list eigi heima í hversdagslífi fólks,“ skrifar listamaðurinn í svari sínu. „Það sem mér finnst best við furðuverurnar mínar er að þær horfast í augu við áhorfendur sína og gera hversdagsannirnar bærilegri, ekki síst á þessum tíma árs.“ Kraak-N biður blaðamann að koma því á framfæri við Íslendinga að hann sé boðinn og búinn að skreyta valda veggi í Reykjavík þegar hann kemur einhvern tímann aftur. Hann þurfi bara að fá lista af staðsetningum við komuna. View this post on Instagram A post shared by Kraak-N (@raakomodo) Fín vegglistaverk virðast hafa fælingarmátt gegn verri vegglistaverkum, hefðbundnu kroti. Eftir að vandað verk birtist á vegg í Háteigshverfi losnuðu íbúar við stanslaust ómarkvisst graff, eins og sýnt er í myndbandinu hér að ofan. Hið sama gerðist á Hofsvallagötu í Vesturbæ. Grindverk þar hafði frá ómunatíð verið þakið misvandaðri vitleysu en þegar Super Mario birtist þar komust íbúarnir að raun um að þegar mikið er lagt í vegglistaverk er það til þess fallið að fá aðra vegglistamenn til að halda að sér höndum í virðingarskyni við það sem fyrir er. Lögmál frumskógarins... Óþekktur listamaður snaraði þessu glæsilega verki óumbeðinn upp á endavegg bílskúrsraðarinnar hjá okkur í fyrrinótt. Held (og vona) að allir íbúar hússins séu jafnsátt og við. Ef svo (ólíklega kannski) vill til að hann/hún sé á forritinu - þá bara bestu þakkir fyrir! pic.twitter.com/GOGo6ekzka— Finnur Þór Vilhjálmsson (@FinnurV) November 28, 2021
Reykjavík Myndlist Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. 26. október 2021 20:48 Ekki krotað meira á veggi í tvö ár Þrátt fyrir að færri eignaspjöll hafi verið framin á höfuðborgarsvæðinu í júlí en í júní hafa ekki verið framin fleiri „meiriháttar eignaspjöll“ í einum mánuði síðan í október 19. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. 26. október 2021 20:48
Ekki krotað meira á veggi í tvö ár Þrátt fyrir að færri eignaspjöll hafi verið framin á höfuðborgarsvæðinu í júlí en í júní hafa ekki verið framin fleiri „meiriháttar eignaspjöll“ í einum mánuði síðan í október 19. ágúst 2020 16:19