Forstjóri Twitter stígur til hliðar Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 19:09 Jack Dorsey þegar hann kom fyrir bandaríska þingnefnd í gegnum fjarfundarbúnað fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, steig til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins í dag. Parag Agrawal, tæknistjóri Twitter, tekur við stöðunni af Dorsey. CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008. Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008.
Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira