Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. desember 2021 07:01 Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit og stjórnarformaður Vinnueftirlitsins segir vinnuvernd snúast um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi, helst þannig að vinnan auki lífsgæði fólks. Vísir/Vilhelm „Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit. Sandra segir gríðarlega marga þætti hafa áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. Bæði líkamlega og andlega. Vinnuvernd snýst um að huga vel að þessari líðan en Sandra segir stjórnendur oft falla í þá gryfju að mikla fyrir sér hlutina eða að ætla að gleypa allan fílinn í einu. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um sjálfbæra vinnuvernd, vinnuvistfræði og öryggi vinnustaða. Að skýra út og skilja: Eru allir með á nótunum? Nýverið stóð Vinnueftirlitið fyrir ráðstefnu í tilefni af 40 ára afmæli stofnunarinnar, en Sandra Rán er stjórnarformaður Vinnueftirlitsins. Í erindum á ráðstefnunni var lögð áhersla á sjálfbærni í vinnuvernd, sem sögð er auka framleiðni fyrirtækja og stofnana og draga úr kostnaði. Allir vinnustaðir ættu því að sjá hag sinn í að vinna kerfisbundið að forvörnum. En hvað er sjálfbærni í vinnuvernd og eru allir með á nótunum og skilja út á hvað þetta gengur? Atvinnulífið fékk Söndru Rán til að útskýra málin. „Sjálfbærni eða sjálfbær þróun byggir á þremur stoðum sem eru umhverfis, samfélag og efnahagur og snýr að því að við náum jafnvægi milli efnahagslegs ábáta, samfélagslegrar velgengni og þolmarka umhverfisins. Við þurfum að halda áfram að lifa við nútíma þægindi og viðhalda hagvexti án þess að ganga á þolmörk náttúrunnar eða lífsgæði og réttindi fólks,“ segir Sandra. Þegar talað er um sjálfbærni og vinnuvernd, segir Sandra að verið sé að horfa á samfélagslega stoð sjálfbærrar þróunar. „Mikil áhersla hefur verið á umhverfisstoðina en samfélagsstoðin er gríðarlega mikilvægt til þess að fyrirtæki geti náð raunverulegum árangri í innleiðingu sjálfbærni,“ segir Sandra. Sandra segir ávinninginn af sjálfbærri vinnuvernd mikla fyrir vinnuveitendur. „Ef starfsfólki líður vel í vinnunni og finnst það öruggt er það líklegra til þess að haldast í starfi og leggja sitt af mörkum til markmiða fyrirtækisins til dæmis í umhverfismálum. Þá geta veikindi og starfsvelta verið fyrirtækjum dýr og góð vinnuvernd getur komið í veg fyrir það.“ Góð ráð og algeng mistök Sandra segir vinnustaði geta gert margt til þess að auka sjálfbæra vinnuvernd. Sem dæmi nefnir hún að tryggja betur stoðkerfi starfsfólks. Þar getur það til dæmis hjálpað verulega að heyra hvað starfsfólkið sjálft hefur að segja um aðstöðu og vinnubúnað. Oft getur samtal við starfsfólkið komið okkur langt í því að átta okkur á því hvað má betur fara í vinnuumhverfinu og hvernig sé hægt að draga úr til dæmis líkamlegu álagi.“ Til að stuðla að bættri vinnuvernd í þessum málum segir Sandra mikilvægt að framkvæma áhættumat á starfsumhverfinu. Til að auðvelda vinnustöðum að gera það, er til dæmis hægt að styðjast við vinnumhverfisvísa Vinnueftirlitsins. Og í framhaldinu að gera áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir vinnustaðinn. En þótt hlutirnir séu framkvæmdir í kjölfar svona áætlunar, er ekki þar með sagt að verkefninu sé lokið. „Það er mikilvægt að vera í stöðugt að endurskoða hlutina, sérstaklega ef einhverjar breytingar verða, því eins og í sjálfbærninni almennt erum við alltaf að læra, gera betur og breyta. Stöðugar umbætur eru því gríðarlega mikilvægur liður í vinnuverndarstarfi.“ En hver eru algengustu mistök stjórnenda þegar kemur að þessu málum? „Helstu mistök flestra stjórnenda er að mikla hlutina fyrir sér þegar kemur að hugtakinu sjálfbærni og leggja ekki í það að byrja. Það er óþarfi að ætla að borða fílinn í einum bita, mikilvægast er að byrja og gera eitthvað. Sjálfbærni er vissulega flókið hugtak og margt til að huga að einföld leið er að setjast niður með starfsfólki og ræða hvað væri hugsanlega hægt að gera betur til þess að auka sjálfbærni hjá fyrirtæki, til dæmis í tengslum við umhverfismál eða vinnuvernd,“ segir Sandra og bætir við: „Um leið og umræðan er byrjuð fara hjólin að snúast hratt, starfsfólkið veit oft best hvar helstu tækifæri til úrbóta liggja. Fjöldi ráðgjafa sérhæfir sig líka í þessum málum og eru tilbúnir til þess að leiðbeina fyrirtækjum í sínum fyrstu skrefum eða þegar þau vilja fara að taka stærri bita af fílnum.“ „Allir heilir heim“ Ráðstefna Vinnueftirlitsins var vel sótt en hún var á streymi sem um tvöhundruð gestir fylgdust með. Meðal aðalfyrirlesara var Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg sem fjallaði um vinnuvistfræði. Cecilia Berlin dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg segir þann galla fylgja gjöf Njarðar að oft sé það ekki sama fólkið á vinnustöðum sem hefur þekkingu á vinnuvistfræði annars vegar en peningavöld hins vegar. Að huga ekki að vinnuvistfræði snemma í ferli getur hins vegar verið dýrkeypt fyrir vinnustaði síðar meir. Í erindi sínu benti Cecilia meðal annars á að oft sé það þannig á vinnustöðum að fólkið sem hefur þekkingu á vinnuvistfræði, er ekki endilega fólkið sem hefur peningavöld eða umboð til að gera breytingar á vinnustað. Breytingar geti hins vegar kallað á ákveðinn kostnað, til dæmis til að kaupa nýjan búnað. Að hennar sögn felst því ákveðin áskorun í því fyrir fólk sem er með þekkingu á vinnuvistfræði, að geta rökstutt umbætur og breytingar þannig að öllum finnist ákvörðunin vera góð hugmynd. Helst þannig að vinnustaðurinn sjái fram á að tilteknar aðgerðir geti komið í veg fyrir ófyrirséðum kostnaði síðar meir, sparnað eða jafnvel gróða. Hún segir hins vegar mikilvægt að taka vinnuvistfræðileg sjónarmið með í reikninginn á fyrri stigum. Það er til dæmis dýrt að vera búinn að láta hanna vinnustað, kaupa búnað og koma honum fyrir en vera síðan bent á að búnaðurinn sé ekki í réttri vinnuhæð eða að ekki hafi verið hugsað fyrir því að starfsfólk þurfi að geta hreyft sig.“ Cecilia mælir einnig með því að stjórnendur taki reglulega samtalið við starfsfólk. „Með því að hafa reglulegt samtal á milli sérfræðinga í vinnuvernd, stjórnenda og starfsfólks um hvort allt flæði er eins og best verður á kosið eða hvort eitthvað sé hægt að bæta og huga þá að vinnuvistfræðihliðinni á því.“ Aðspurð um það hver séu helstu mistök vinnustaða sem ekki huga nægilega vel að vinnuvistfræði, svarar Cecilia: „Það er þegar vinnuveitendur bíða með að huga að vinnuaðstæðum þar til fólk slasast eða verður fyrir öðrum áföllum og grípa þá til aðgerða. Taka bara á hlutunum þegar vandamál koma upp.“ Vinnustaðurinn Samfélagsleg ábyrgð Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Heilsa Tengdar fréttir Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Erfið starfsmannamál: Nýleg rannsókn sýnir að einelti á vinnustað hefur ekki aðeins áhrif á andlega heilsu fólks. Afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar á líkamlega heilsu fólks. Hjartavandamál og sykursýki 2. 22. janúar 2020 16:00 Fyrirtæki þurfa að setja sér umgengnisreglur á opnum vinnurýmum Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu mælir með því að fyrirtæki setji sér reglur um umgengni og samskipti á vinnustað þar sem opin rými eru. Hver starfsmaður á að hafa að lágmarki fimm fermetra í opnu rými. 29. janúar 2020 13:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Sandra segir gríðarlega marga þætti hafa áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. Bæði líkamlega og andlega. Vinnuvernd snýst um að huga vel að þessari líðan en Sandra segir stjórnendur oft falla í þá gryfju að mikla fyrir sér hlutina eða að ætla að gleypa allan fílinn í einu. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um sjálfbæra vinnuvernd, vinnuvistfræði og öryggi vinnustaða. Að skýra út og skilja: Eru allir með á nótunum? Nýverið stóð Vinnueftirlitið fyrir ráðstefnu í tilefni af 40 ára afmæli stofnunarinnar, en Sandra Rán er stjórnarformaður Vinnueftirlitsins. Í erindum á ráðstefnunni var lögð áhersla á sjálfbærni í vinnuvernd, sem sögð er auka framleiðni fyrirtækja og stofnana og draga úr kostnaði. Allir vinnustaðir ættu því að sjá hag sinn í að vinna kerfisbundið að forvörnum. En hvað er sjálfbærni í vinnuvernd og eru allir með á nótunum og skilja út á hvað þetta gengur? Atvinnulífið fékk Söndru Rán til að útskýra málin. „Sjálfbærni eða sjálfbær þróun byggir á þremur stoðum sem eru umhverfis, samfélag og efnahagur og snýr að því að við náum jafnvægi milli efnahagslegs ábáta, samfélagslegrar velgengni og þolmarka umhverfisins. Við þurfum að halda áfram að lifa við nútíma þægindi og viðhalda hagvexti án þess að ganga á þolmörk náttúrunnar eða lífsgæði og réttindi fólks,“ segir Sandra. Þegar talað er um sjálfbærni og vinnuvernd, segir Sandra að verið sé að horfa á samfélagslega stoð sjálfbærrar þróunar. „Mikil áhersla hefur verið á umhverfisstoðina en samfélagsstoðin er gríðarlega mikilvægt til þess að fyrirtæki geti náð raunverulegum árangri í innleiðingu sjálfbærni,“ segir Sandra. Sandra segir ávinninginn af sjálfbærri vinnuvernd mikla fyrir vinnuveitendur. „Ef starfsfólki líður vel í vinnunni og finnst það öruggt er það líklegra til þess að haldast í starfi og leggja sitt af mörkum til markmiða fyrirtækisins til dæmis í umhverfismálum. Þá geta veikindi og starfsvelta verið fyrirtækjum dýr og góð vinnuvernd getur komið í veg fyrir það.“ Góð ráð og algeng mistök Sandra segir vinnustaði geta gert margt til þess að auka sjálfbæra vinnuvernd. Sem dæmi nefnir hún að tryggja betur stoðkerfi starfsfólks. Þar getur það til dæmis hjálpað verulega að heyra hvað starfsfólkið sjálft hefur að segja um aðstöðu og vinnubúnað. Oft getur samtal við starfsfólkið komið okkur langt í því að átta okkur á því hvað má betur fara í vinnuumhverfinu og hvernig sé hægt að draga úr til dæmis líkamlegu álagi.“ Til að stuðla að bættri vinnuvernd í þessum málum segir Sandra mikilvægt að framkvæma áhættumat á starfsumhverfinu. Til að auðvelda vinnustöðum að gera það, er til dæmis hægt að styðjast við vinnumhverfisvísa Vinnueftirlitsins. Og í framhaldinu að gera áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir vinnustaðinn. En þótt hlutirnir séu framkvæmdir í kjölfar svona áætlunar, er ekki þar með sagt að verkefninu sé lokið. „Það er mikilvægt að vera í stöðugt að endurskoða hlutina, sérstaklega ef einhverjar breytingar verða, því eins og í sjálfbærninni almennt erum við alltaf að læra, gera betur og breyta. Stöðugar umbætur eru því gríðarlega mikilvægur liður í vinnuverndarstarfi.“ En hver eru algengustu mistök stjórnenda þegar kemur að þessu málum? „Helstu mistök flestra stjórnenda er að mikla hlutina fyrir sér þegar kemur að hugtakinu sjálfbærni og leggja ekki í það að byrja. Það er óþarfi að ætla að borða fílinn í einum bita, mikilvægast er að byrja og gera eitthvað. Sjálfbærni er vissulega flókið hugtak og margt til að huga að einföld leið er að setjast niður með starfsfólki og ræða hvað væri hugsanlega hægt að gera betur til þess að auka sjálfbærni hjá fyrirtæki, til dæmis í tengslum við umhverfismál eða vinnuvernd,“ segir Sandra og bætir við: „Um leið og umræðan er byrjuð fara hjólin að snúast hratt, starfsfólkið veit oft best hvar helstu tækifæri til úrbóta liggja. Fjöldi ráðgjafa sérhæfir sig líka í þessum málum og eru tilbúnir til þess að leiðbeina fyrirtækjum í sínum fyrstu skrefum eða þegar þau vilja fara að taka stærri bita af fílnum.“ „Allir heilir heim“ Ráðstefna Vinnueftirlitsins var vel sótt en hún var á streymi sem um tvöhundruð gestir fylgdust með. Meðal aðalfyrirlesara var Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg sem fjallaði um vinnuvistfræði. Cecilia Berlin dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg segir þann galla fylgja gjöf Njarðar að oft sé það ekki sama fólkið á vinnustöðum sem hefur þekkingu á vinnuvistfræði annars vegar en peningavöld hins vegar. Að huga ekki að vinnuvistfræði snemma í ferli getur hins vegar verið dýrkeypt fyrir vinnustaði síðar meir. Í erindi sínu benti Cecilia meðal annars á að oft sé það þannig á vinnustöðum að fólkið sem hefur þekkingu á vinnuvistfræði, er ekki endilega fólkið sem hefur peningavöld eða umboð til að gera breytingar á vinnustað. Breytingar geti hins vegar kallað á ákveðinn kostnað, til dæmis til að kaupa nýjan búnað. Að hennar sögn felst því ákveðin áskorun í því fyrir fólk sem er með þekkingu á vinnuvistfræði, að geta rökstutt umbætur og breytingar þannig að öllum finnist ákvörðunin vera góð hugmynd. Helst þannig að vinnustaðurinn sjái fram á að tilteknar aðgerðir geti komið í veg fyrir ófyrirséðum kostnaði síðar meir, sparnað eða jafnvel gróða. Hún segir hins vegar mikilvægt að taka vinnuvistfræðileg sjónarmið með í reikninginn á fyrri stigum. Það er til dæmis dýrt að vera búinn að láta hanna vinnustað, kaupa búnað og koma honum fyrir en vera síðan bent á að búnaðurinn sé ekki í réttri vinnuhæð eða að ekki hafi verið hugsað fyrir því að starfsfólk þurfi að geta hreyft sig.“ Cecilia mælir einnig með því að stjórnendur taki reglulega samtalið við starfsfólk. „Með því að hafa reglulegt samtal á milli sérfræðinga í vinnuvernd, stjórnenda og starfsfólks um hvort allt flæði er eins og best verður á kosið eða hvort eitthvað sé hægt að bæta og huga þá að vinnuvistfræðihliðinni á því.“ Aðspurð um það hver séu helstu mistök vinnustaða sem ekki huga nægilega vel að vinnuvistfræði, svarar Cecilia: „Það er þegar vinnuveitendur bíða með að huga að vinnuaðstæðum þar til fólk slasast eða verður fyrir öðrum áföllum og grípa þá til aðgerða. Taka bara á hlutunum þegar vandamál koma upp.“
Vinnustaðurinn Samfélagsleg ábyrgð Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Heilsa Tengdar fréttir Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Erfið starfsmannamál: Nýleg rannsókn sýnir að einelti á vinnustað hefur ekki aðeins áhrif á andlega heilsu fólks. Afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar á líkamlega heilsu fólks. Hjartavandamál og sykursýki 2. 22. janúar 2020 16:00 Fyrirtæki þurfa að setja sér umgengnisreglur á opnum vinnurýmum Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu mælir með því að fyrirtæki setji sér reglur um umgengni og samskipti á vinnustað þar sem opin rými eru. Hver starfsmaður á að hafa að lágmarki fimm fermetra í opnu rými. 29. janúar 2020 13:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00
„Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00
Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00
Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Erfið starfsmannamál: Nýleg rannsókn sýnir að einelti á vinnustað hefur ekki aðeins áhrif á andlega heilsu fólks. Afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar á líkamlega heilsu fólks. Hjartavandamál og sykursýki 2. 22. janúar 2020 16:00
Fyrirtæki þurfa að setja sér umgengnisreglur á opnum vinnurýmum Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu mælir með því að fyrirtæki setji sér reglur um umgengni og samskipti á vinnustað þar sem opin rými eru. Hver starfsmaður á að hafa að lágmarki fimm fermetra í opnu rými. 29. janúar 2020 13:00