Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2021 14:29 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent Willum Þór Þórssyni minnisblað um Covid-19 þar sem fókusinn er omíkron afbrigðið. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. Þetta kemur fram í fyrsta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Willums Þórs Þórssonar nýskipaðs heilbrigðisráðherra. Þórólfur óskar Willum til hamingju með nýja starfið og segist á næstu dögum ætla að senda honum ítarlegra uppgjör vegna COVID-19 hér á landi og reifa hugmyndir sínar um framtíðarhorfur vegna sjúkdómsins. Í minnisblaðinu ræðir Þórólfur nýtt afbrigði veirunnar sem veldur Covid og nefnt hefur verið omíkron. Hertar aðgerðir á landamærum meðan beðið er upplýsinga Þórólfur rekur að afbrigðið hafi greinst fyrst í Botswana í Afríku í byrjun nóvember og hafi síðan greinst í Suður-Afríku og nokkrum löndum utan Afríku meðal annars í Evrópu. Mikil fjölgun smita í sunnanverðri Afríku hefur hins vegar vakið áhyggjur um víðtæka dreifingu afbrigðisins í álfunni. „Mjög mörg afbrigði hafa greinst af SARS-CoV-2 frá því að COVID-19 faraldurinn hófst en það sem er sérstakt við þetta nýja afbrigði er hversu margar stökkbreytingar hafa greinst. Um 60 stökkbreytingar hafa greinst í Omicron afbrigðinu og þar af um 30 í hinu svokallaða „spike“ (gadda) geni veirunnar sem stjórnar framleiðslu á „spike“ prótíni (S-prótín) og sem er langt umfram það sem áður hefur sést.“ S-prótín finnist á yfirborði veirunnar og stýri hvernig hún komist inn í frumur líkamans. „Þannig gegnir þetta prótín lykilhlutverki við dreifingu og fjölgun veirunnar í líkamanum. Ónæmiskerfi líkamans myndar einnig mótefni gegn prótíninu í kjölfar náttúrulegra sýkingu og eftir bólusetningu sem verndar gegn frekari sýkingum.“ Þegar svo margar stökkbreytingar verði á S-prótíninu þá vakni áhyggjur af því að smithæfni hennar kunni að aukast, hún geti valdið alvarlegri veikindum og að ónæmi sem fengist hefur af fyrri sýkingum og bólusetningum muni ekki vernda gegn frekari sýkingum eða smiti. Því hafi mörg lönd og þeirra á meðal Ísland gripið til hertra aðgerða á landamærum á meðan að frekari upplýsinga um afbrigðið sé aflað. Sviðsmynd tilbúin í lok vikunnar Þórólfur vísar til nýrrar reglugerðar sem tók gildi á sunnudaginn varðandi landamærin. Allir sem dvalist hafa lengur en 24 klukkustundir á síðastliðnum 14 dögum í Botsvana, Esvatíni, Lesótó, Mósambík, Namibíu, Zimbabwe og Suður Afríku verði að fara í PCR próf við komuna hingað til lands og dvelja fimm daga í sóttkví sem ljúki með öðru PCR prófi. Þessar ráðstafanir séu í samræmi við tilmæli ráðherranefndar Evrópusambandsins, sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og heilbrigðis- og öryggismálaráðs Evrópusambandsins (HSC). „Nú er hins vegar ljóst að hið nýja afbrigði er ekki eingöngu bundið við fyrrgreind lönd í suðurhluta Afríku heldur hefur það greinst í öðrum heimshlutum og í nokkrum löndum Evrópu. Við þurfum því að vera undir það búin að það geti borist hingað til lands. Jafnframt þurfum við að undirbúa að grípa þurfi til hertari aðgerðum á landamærum og jafnvel innanlands ef veiran reynist skeinuhættari en talið hefur verið.“ Mat á því sé nú í gangi og unnið að mismunandi sviðmyndum þar að lútandi. Þær sviðmyndir verða breytilegar eftir því sem nánari upplýsingar berast en gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa verði tilbúin í lok vikunnar. „Þær aðgerðir sem nú eru í gangi á okkar landamærum eiga að minnka áhættuna á því að Omicron afbrigðið berist inn í landið en koma ekki að öllu leyti í veg fyrir það. Auk þess eiga þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru viðhafðar innanlands að lámarka dreifingu þess í samfélaginu. Raðgreing veirunnar sem gerð er af Íslenskri erfðagreiningu mun auk þess greina veiruna fljótt og örugglega og er reynt að flýta því ferli eftir föngum.“ Þórólfur segir að ætla megi að frekari upplýsingar muni berast um eiginleika hins nýja afbrigðis á næstu dögum og vikum. Þá muni línur skýrast betur. „Ég er því ekki á þessari stundu með tillögur um hertari aðgerðir á landamærum eða innanlands en það kann að breytast fljótt.“ Tengd skjöl Minnisblad_vegna_omikronPDF452KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Þetta kemur fram í fyrsta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Willums Þórs Þórssonar nýskipaðs heilbrigðisráðherra. Þórólfur óskar Willum til hamingju með nýja starfið og segist á næstu dögum ætla að senda honum ítarlegra uppgjör vegna COVID-19 hér á landi og reifa hugmyndir sínar um framtíðarhorfur vegna sjúkdómsins. Í minnisblaðinu ræðir Þórólfur nýtt afbrigði veirunnar sem veldur Covid og nefnt hefur verið omíkron. Hertar aðgerðir á landamærum meðan beðið er upplýsinga Þórólfur rekur að afbrigðið hafi greinst fyrst í Botswana í Afríku í byrjun nóvember og hafi síðan greinst í Suður-Afríku og nokkrum löndum utan Afríku meðal annars í Evrópu. Mikil fjölgun smita í sunnanverðri Afríku hefur hins vegar vakið áhyggjur um víðtæka dreifingu afbrigðisins í álfunni. „Mjög mörg afbrigði hafa greinst af SARS-CoV-2 frá því að COVID-19 faraldurinn hófst en það sem er sérstakt við þetta nýja afbrigði er hversu margar stökkbreytingar hafa greinst. Um 60 stökkbreytingar hafa greinst í Omicron afbrigðinu og þar af um 30 í hinu svokallaða „spike“ (gadda) geni veirunnar sem stjórnar framleiðslu á „spike“ prótíni (S-prótín) og sem er langt umfram það sem áður hefur sést.“ S-prótín finnist á yfirborði veirunnar og stýri hvernig hún komist inn í frumur líkamans. „Þannig gegnir þetta prótín lykilhlutverki við dreifingu og fjölgun veirunnar í líkamanum. Ónæmiskerfi líkamans myndar einnig mótefni gegn prótíninu í kjölfar náttúrulegra sýkingu og eftir bólusetningu sem verndar gegn frekari sýkingum.“ Þegar svo margar stökkbreytingar verði á S-prótíninu þá vakni áhyggjur af því að smithæfni hennar kunni að aukast, hún geti valdið alvarlegri veikindum og að ónæmi sem fengist hefur af fyrri sýkingum og bólusetningum muni ekki vernda gegn frekari sýkingum eða smiti. Því hafi mörg lönd og þeirra á meðal Ísland gripið til hertra aðgerða á landamærum á meðan að frekari upplýsinga um afbrigðið sé aflað. Sviðsmynd tilbúin í lok vikunnar Þórólfur vísar til nýrrar reglugerðar sem tók gildi á sunnudaginn varðandi landamærin. Allir sem dvalist hafa lengur en 24 klukkustundir á síðastliðnum 14 dögum í Botsvana, Esvatíni, Lesótó, Mósambík, Namibíu, Zimbabwe og Suður Afríku verði að fara í PCR próf við komuna hingað til lands og dvelja fimm daga í sóttkví sem ljúki með öðru PCR prófi. Þessar ráðstafanir séu í samræmi við tilmæli ráðherranefndar Evrópusambandsins, sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og heilbrigðis- og öryggismálaráðs Evrópusambandsins (HSC). „Nú er hins vegar ljóst að hið nýja afbrigði er ekki eingöngu bundið við fyrrgreind lönd í suðurhluta Afríku heldur hefur það greinst í öðrum heimshlutum og í nokkrum löndum Evrópu. Við þurfum því að vera undir það búin að það geti borist hingað til lands. Jafnframt þurfum við að undirbúa að grípa þurfi til hertari aðgerðum á landamærum og jafnvel innanlands ef veiran reynist skeinuhættari en talið hefur verið.“ Mat á því sé nú í gangi og unnið að mismunandi sviðmyndum þar að lútandi. Þær sviðmyndir verða breytilegar eftir því sem nánari upplýsingar berast en gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa verði tilbúin í lok vikunnar. „Þær aðgerðir sem nú eru í gangi á okkar landamærum eiga að minnka áhættuna á því að Omicron afbrigðið berist inn í landið en koma ekki að öllu leyti í veg fyrir það. Auk þess eiga þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru viðhafðar innanlands að lámarka dreifingu þess í samfélaginu. Raðgreing veirunnar sem gerð er af Íslenskri erfðagreiningu mun auk þess greina veiruna fljótt og örugglega og er reynt að flýta því ferli eftir föngum.“ Þórólfur segir að ætla megi að frekari upplýsingar muni berast um eiginleika hins nýja afbrigðis á næstu dögum og vikum. Þá muni línur skýrast betur. „Ég er því ekki á þessari stundu með tillögur um hertari aðgerðir á landamærum eða innanlands en það kann að breytast fljótt.“ Tengd skjöl Minnisblad_vegna_omikronPDF452KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira