„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 14:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen þjálfuðu saman U21-landslið Íslands með frábærum árangri og tóku svo við A-landsliðinu fyrir tæpu ári sem óhætt er að segja að hafi verið stormasamt. vísir/Jónína Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. „Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira