Áætlað að niðurrifi Útvarpshússins á Vatnsendahæð ljúki á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2021 09:00 Vinnuvélar eru mættar upp á Vatnsendahæð þar sem til stendur að rífa Útvarpshúsið, eða Langbylgjuhúsið. Vísir/Vilhelm Vinna við niðurrif Útvarpshússins á Vatnsendahæð í Kópavogi er hafin og er áætlað að henni ljúki á næstu vikum. Til stendur að um koma upp fimm hundruð íbúa byggð á lóðinni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir
Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira