Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól? Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. desember 2021 21:55 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn. Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24. Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld? „Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“ Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu. „Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“ FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi. „Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. FH Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24. Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld? „Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“ Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu. „Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“ FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi. „Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
FH Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05