Carrick: Kannski er það bara mýta að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 14:30 Cristiano Ronaldo fær fyrirmæli frá Michael Carrick áður en hann kom inn á völlinn í Chelsea-leiknum. Getty/Clive Rose Michael Carrick stýrir liði Manchester United á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og margir bíða spenntir eftir því hvort að hann setji Cristiano Ronaldo aftur inn í byrjunarliðið. Carrick var að sjálfsögðu spurður út Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega þá umræðum um að framtíð Portúgalans sé ekki alltof björt nú þegar Ralf Rangnick taki við. Knattspyrnustjóri sem vill að liðið sitt pressi andstæðinga sína og að fremstu menn hlaupi mikið. "He's played in enough teams over the years and been successful to [be able to] play in a variety of ways."Michael Carrick has backed Cristiano Ronaldo to thrive under Ralf Rangnick at #MUFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 1, 2021 Tölfræði Ronaldo á þessu tímabili sem og á því með Juventus síðasta vetur bendir til þess að hann sé ekki mikið að loka á varnarmenn. Carrick heldur því fram að þessi 36 ára framherji geti aðlagast að kröfum Rangnick. „Þú sagðir að það sé mýta og kannski er það bara mýta. Kannski er það bara þannig,“ sagði Michael Carrick um það að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað. „Hann hefur spilað með nógu mörgum liðum, náð árangri með því að spila margvíslegan leikstíl og hefur skorað mörk fyrir öll lið. Ég er viss um að hann haldi áfram að skora mörk, það er engin vafi hjá mér um það,“ sagði Carrick. Will Cristiano Ronaldo be able to adapt to Ralf Rangnick's high-pressing style of play?Michael Carrick doesn't see why not.— BBC Sport (@BBCSport) December 2, 2021 Rangnick er enn ekki kominn með atvinnuleyfi og því missir hann af leiknum á Old Trafford í kvöld. Það þýðir jafnframt að hann fær ekki mikinn tíma áður en leikjaálagið skellur á liðinu en eftir leikinn í kvöld mun United spila átta leiki á tæpum 30 dögum áður en árið er liðið. Cristiano Ronaldo átti annars ekki góða viku. Byrjaði á bekknum í stórleiknum á móti Chelsea og horfði síðan Lionel Messi vinna sjöunda Gullhnöttinn. Ef sagan segir okkur eitthvað þá verður fróðlegt að fylgjast með kappanum í kvöld en oftar en ekki hefur hann spilað best þegar hann telur sig þurfa að sanna eitthvað. Leikurinn í kvöld er kjörið tækifærið til þess. Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Carrick var að sjálfsögðu spurður út Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega þá umræðum um að framtíð Portúgalans sé ekki alltof björt nú þegar Ralf Rangnick taki við. Knattspyrnustjóri sem vill að liðið sitt pressi andstæðinga sína og að fremstu menn hlaupi mikið. "He's played in enough teams over the years and been successful to [be able to] play in a variety of ways."Michael Carrick has backed Cristiano Ronaldo to thrive under Ralf Rangnick at #MUFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 1, 2021 Tölfræði Ronaldo á þessu tímabili sem og á því með Juventus síðasta vetur bendir til þess að hann sé ekki mikið að loka á varnarmenn. Carrick heldur því fram að þessi 36 ára framherji geti aðlagast að kröfum Rangnick. „Þú sagðir að það sé mýta og kannski er það bara mýta. Kannski er það bara þannig,“ sagði Michael Carrick um það að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað. „Hann hefur spilað með nógu mörgum liðum, náð árangri með því að spila margvíslegan leikstíl og hefur skorað mörk fyrir öll lið. Ég er viss um að hann haldi áfram að skora mörk, það er engin vafi hjá mér um það,“ sagði Carrick. Will Cristiano Ronaldo be able to adapt to Ralf Rangnick's high-pressing style of play?Michael Carrick doesn't see why not.— BBC Sport (@BBCSport) December 2, 2021 Rangnick er enn ekki kominn með atvinnuleyfi og því missir hann af leiknum á Old Trafford í kvöld. Það þýðir jafnframt að hann fær ekki mikinn tíma áður en leikjaálagið skellur á liðinu en eftir leikinn í kvöld mun United spila átta leiki á tæpum 30 dögum áður en árið er liðið. Cristiano Ronaldo átti annars ekki góða viku. Byrjaði á bekknum í stórleiknum á móti Chelsea og horfði síðan Lionel Messi vinna sjöunda Gullhnöttinn. Ef sagan segir okkur eitthvað þá verður fróðlegt að fylgjast með kappanum í kvöld en oftar en ekki hefur hann spilað best þegar hann telur sig þurfa að sanna eitthvað. Leikurinn í kvöld er kjörið tækifærið til þess.
Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira