Í dag verður opið hús fyrir hálfbólusetta og óbólusetta og bólusett með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Á mánudag verður boðað í örvunarbólusetningu með Moderna en allir karlar 40 ára og eldri og konur 18 ára og eldri eru velkomin.
Á þriðjudag verður boðað í örvunarbólusetningu með Pfizer en grunnbólusetning verður líka í boði fyrir 12 ára og eldri. Þá verður boðað í örvunarbólusetningu með Pfizer og Moderna á miðvikudag en Janssen verður í boði fyrir óbólusetta.
Fimmtudaginn 9. desember verður opið hús fyrir hálfbólusetta og óbólusetta og í boði verða öll bóluefnin sem notuð eru hérlendis; frá Pfizer, Moderna, Janssen og AstraZeneca. Sama verður uppi á teningnum föstudaginn 10. desember, nema þá verður ekki bólusett með AstraZeneca.
Ofangreindar bólusetningar fara fram í Laugardalshöll, þar sem opið verður milli klukkan 10 og 15. Frá og með 13. desember verður bólusett að Suðurlandsbraut 34, á milli klukkan 10 og 15, og þá verður boðið upp á Pfizer, Moderna og Janssen alla daga en AstraZeneca á fimmtudögum.
Ekki verður bólusett á Þorláksmessu og aðfangadag.
Milli jóla og nýárs verður bólusett alla daga en opnunartíminn verður styttur. Þá halda bólusetningar áfram í janúar og áfram boðað í örvunarskammta en fyrirkomulag verður auglýst síðar.
Nánar um örvunarbólusetningar og grunnbólusetningar
*Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í þriðju bólusetningu fimm mánuðum eftir örvunarskammtinn.
*Þau sem eru 70 ára og eldri geta komið í örvun ef 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu.
*Karlmenn 39 ára og yngri eiga helst ekki að fá Moderna skv. Embætti landlæknis og er því mælt með Pfizer fyrir þá.
*Börn 12 til 18 ára mega bara fá Pfizer.
*Öll sem eru íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu. Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is og bíða eftir staðfestingu áður en þau mæta.
*Þau sem þurfa bólusetningu út í bíl verða bólusett á fimmtudögum og föstudögum. Einfaldast er að hafa fylgdarmann sem getur farið inn til að láta vita. Þau sem koma ein geta hringt í síma 513-5000 til að fá aðstoð.