Mörk Ronaldo krufin: Flest með hægri fæti og meira en helmingur í treyju Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 14:45 Ronaldo fagnar 800. markinu á ferlinum. Hann bætti svo því 801. við skömmu síðar. Matthew Peters/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í 3-2 sigri Manchester United á Arsenal er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var hinn 36 ára gamli Portúgali að skora sitt 800. og 801. mark á ferlinum. Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Sjá meira
Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Sjá meira