Nýsmituðum fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á viku Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 11:29 Frá skimun í Suður-Afríku. Fjöldi nýsmitaðra hefur farið úr 2.465 í 11.535 á einni viku. AP/Denis Farrell Þeim sem smitast af Covid-19 í Suður-Afríku hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum. Í gær var tilkynnt að 11.535 greindust smitaðir á undanförnum sólarhring og var hlutfall jákvæðra sýna 22,4 prósent. Langflestir eru að smitast af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar en vísindamenn í landinu segja vísbendingar um að afbrigðið eigi auðvelt með að smita þá sem hafi verið bólusettir og þá sem hafi smitast áður. Þá hefur innlögnum einnig fjölgað töluvert. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku, lýsti því yfir í morgun að fjórða bylgja Covid-19 gengi nú yfir landið. Hann sagði nýsmituðum hafa fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á einungis sjö dögum. Smituðum færi hratt fjölgandi víðsvegar um landið. Í frétt Pretoria News er haft eftir Phaahla að útlit sé fyrir að þessi bylgja muni hafa alvarlegri afleiðingar en síðustu þrjár. Á einni viku hefði nýsmituðum fjölgað úr 2.465 í 11.535. Eins og áður segir greindust 11.535 smitaðir í gær og hlutfall jákvæðra sýna var 22,4 prósent. Þann 29. nóvember greindust 2.273 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 10,7 prósent. 25. nóvember greindust 2.465 smitaðir og var hlutfallið 6,5 prósent. Þann 21. nóvember greindust 687 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 3,4 prósent. Það var 24. nóvember sem Suður-Afríka tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni að omíkron-afbrigðið hefði greinst þar. #COVID19 UPDATE: A total of 51,402 tests were conducted in the last 24hrs, with 11,535 new cases, which represents a 22.4% positivity rate. A further 44 #COVID19 related deaths have been reported, bringing total fatalities to 89,915 to date. See more here: https://t.co/hXm94RFN7W pic.twitter.com/IVgMtR3OpX— NICD (@nicd_sa) December 2, 2021 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að enn eigi eftir að sannreyna hvort omíkron-afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði og hvort það valdi alvarlegri veikindum. Þá sé ekki vitað með vissu hvort það komist hjá bóluefnum. Í frétt Reuters fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum WHO að miðað við þau gögn sem fyrir liggja virðist sem ekki þurfi að breyta aðferðum gegn kórónuveirunni. Bólusetningar, örvunarskammtar, samkomutakmarkanir, grímuburður og aðrar aðgerðir geti stöðvað dreifinguna. Ekki þurfi að reiða á aðgerðir á landamærum og ferðabönn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47 Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35 Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01 Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Langflestir eru að smitast af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar en vísindamenn í landinu segja vísbendingar um að afbrigðið eigi auðvelt með að smita þá sem hafi verið bólusettir og þá sem hafi smitast áður. Þá hefur innlögnum einnig fjölgað töluvert. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku, lýsti því yfir í morgun að fjórða bylgja Covid-19 gengi nú yfir landið. Hann sagði nýsmituðum hafa fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á einungis sjö dögum. Smituðum færi hratt fjölgandi víðsvegar um landið. Í frétt Pretoria News er haft eftir Phaahla að útlit sé fyrir að þessi bylgja muni hafa alvarlegri afleiðingar en síðustu þrjár. Á einni viku hefði nýsmituðum fjölgað úr 2.465 í 11.535. Eins og áður segir greindust 11.535 smitaðir í gær og hlutfall jákvæðra sýna var 22,4 prósent. Þann 29. nóvember greindust 2.273 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 10,7 prósent. 25. nóvember greindust 2.465 smitaðir og var hlutfallið 6,5 prósent. Þann 21. nóvember greindust 687 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 3,4 prósent. Það var 24. nóvember sem Suður-Afríka tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni að omíkron-afbrigðið hefði greinst þar. #COVID19 UPDATE: A total of 51,402 tests were conducted in the last 24hrs, with 11,535 new cases, which represents a 22.4% positivity rate. A further 44 #COVID19 related deaths have been reported, bringing total fatalities to 89,915 to date. See more here: https://t.co/hXm94RFN7W pic.twitter.com/IVgMtR3OpX— NICD (@nicd_sa) December 2, 2021 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að enn eigi eftir að sannreyna hvort omíkron-afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði og hvort það valdi alvarlegri veikindum. Þá sé ekki vitað með vissu hvort það komist hjá bóluefnum. Í frétt Reuters fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum WHO að miðað við þau gögn sem fyrir liggja virðist sem ekki þurfi að breyta aðferðum gegn kórónuveirunni. Bólusetningar, örvunarskammtar, samkomutakmarkanir, grímuburður og aðrar aðgerðir geti stöðvað dreifinguna. Ekki þurfi að reiða á aðgerðir á landamærum og ferðabönn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47 Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35 Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01 Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47
Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35
Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01
Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07
Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent