Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 13:56 Staðsetning fyrirhugaðrar landfyllingar. Efla. Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira
Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira
Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04