Dómur Jóns Páls þyngdur í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2021 17:00 Jón Páll Eyjólfsson var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá 2014 til 2018. Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, var í dag dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Brotið átti sér stað fyrir þrettán árum eða árið 2008. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra. Þar var Jón Páll dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur sem Landsréttur breytt í tvær milljónir króna. Málið komst í fréttir í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði þá til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom svo seinna að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Samkvæmt dómnum átti atvikið sér stað í ágúst árið 2008 á hótelherbergi erlendis. Grófar lýsingar eru í dómi af ofbeldinu sem Jón Páll var ákærður fyrir. Hann var að lokum ákærður og dæmdur fyrir ofbeldi og ólögmæta nauðung. Fram kemur í dómi Landsréttar að Jón hafi kastað sér á konuna þar sem hún lá í rúmi á hótelherberginu og haldið henni þar fastri. Í átökum hafi hún svo fallið á gólfið hafi hann aftrað henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar svo hún skall harkalega með hné í gólfið og datt á bakið. Þá hafi hann sett hné í bringu hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut stóran marblett af. Konunni hafi svo tekist að skríða upp í rúmið en Jón Páll hafi elt hana, lagst ofan á hana og hafið við hana samræði án samþykkis. Hún hafi meðal annars hlotið marbletti og sár á ýmsum stöðum, rispur og núningssár auk sprunga í slímhúð við leggangaop. Viðurkenndi ofbeldið á Messenger Konan leitaði daginn eftir á neyðarmóttöku þar sem myndir voru teknar af áverkunum. Í niðurstöðukafla skýrslu læknis segir meðal annars að hún hafi gefið greinargóða sögu, verið dofin og tætt og aum um allan líkama og í kynfærum. Jón Páll neitaði sök hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hann kannaðist þó við að hafa gist inni á hótelherbergi konunnar umrædda nótt en sagðist ekkert muna vegna áfengisáhrifa. Þá hafi hann enga áverka séð á konunni morguninn eftir og ekkert óeðlilegt hafi verið í fari hennar að hans sögn. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann muna slitrótt eftir atvikum næturinnar. Hann myndi til dæmis eftir að þau hefðu legið saman og eftir einhverju brambolti, þau hafi þá dottið á milli rúmanna. Hann hafi þá litið á samskipti þeirra um nóttina sem framhjáhald, ekki ofbeldi. Í gögnum málsins lágu fyrir samskipti á Messenger milli Jóns og konunnar þar sem hann hafði gengist við að hafa beitt hana ofbeldi og brotið á henni gróflega. Sagðist hann þá hafa sótt sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið að tilhlutan konunnar. Framburður konunnar fyrir dómi var þá metinn trúverðugur, hún hafi verið samkvæm sjálfri sér og hefði framburður hennar hlotið stoð í gögnum málsins og framburði vitna í málinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. 10. janúar 2021 09:01 Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55 Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra. Þar var Jón Páll dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur sem Landsréttur breytt í tvær milljónir króna. Málið komst í fréttir í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði þá til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom svo seinna að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Samkvæmt dómnum átti atvikið sér stað í ágúst árið 2008 á hótelherbergi erlendis. Grófar lýsingar eru í dómi af ofbeldinu sem Jón Páll var ákærður fyrir. Hann var að lokum ákærður og dæmdur fyrir ofbeldi og ólögmæta nauðung. Fram kemur í dómi Landsréttar að Jón hafi kastað sér á konuna þar sem hún lá í rúmi á hótelherberginu og haldið henni þar fastri. Í átökum hafi hún svo fallið á gólfið hafi hann aftrað henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar svo hún skall harkalega með hné í gólfið og datt á bakið. Þá hafi hann sett hné í bringu hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut stóran marblett af. Konunni hafi svo tekist að skríða upp í rúmið en Jón Páll hafi elt hana, lagst ofan á hana og hafið við hana samræði án samþykkis. Hún hafi meðal annars hlotið marbletti og sár á ýmsum stöðum, rispur og núningssár auk sprunga í slímhúð við leggangaop. Viðurkenndi ofbeldið á Messenger Konan leitaði daginn eftir á neyðarmóttöku þar sem myndir voru teknar af áverkunum. Í niðurstöðukafla skýrslu læknis segir meðal annars að hún hafi gefið greinargóða sögu, verið dofin og tætt og aum um allan líkama og í kynfærum. Jón Páll neitaði sök hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hann kannaðist þó við að hafa gist inni á hótelherbergi konunnar umrædda nótt en sagðist ekkert muna vegna áfengisáhrifa. Þá hafi hann enga áverka séð á konunni morguninn eftir og ekkert óeðlilegt hafi verið í fari hennar að hans sögn. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann muna slitrótt eftir atvikum næturinnar. Hann myndi til dæmis eftir að þau hefðu legið saman og eftir einhverju brambolti, þau hafi þá dottið á milli rúmanna. Hann hafi þá litið á samskipti þeirra um nóttina sem framhjáhald, ekki ofbeldi. Í gögnum málsins lágu fyrir samskipti á Messenger milli Jóns og konunnar þar sem hann hafði gengist við að hafa beitt hana ofbeldi og brotið á henni gróflega. Sagðist hann þá hafa sótt sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið að tilhlutan konunnar. Framburður konunnar fyrir dómi var þá metinn trúverðugur, hún hafi verið samkvæm sjálfri sér og hefði framburður hennar hlotið stoð í gögnum málsins og framburði vitna í málinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. 10. janúar 2021 09:01 Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55 Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. 10. janúar 2021 09:01
Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55
Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17