Frestur vegna tilkynningar um örorku ekki liðinn og Vörður þarf að greiða bætur Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 07:02 Landsréttur hafnaði kröfum tryggingafélagsins Varðar um að of langt hefði liðið frá því að maðurinn vissi af varanlegum afleiðingum veikinda sinna þar til hann sendi inn tilkynningu um tjón. Vísir / Vilhelm Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt til að greiða dánarbúi manns bætur vegna örorkutryggingar en ágreiningur var um hvenær manninum var ljóst um varanlegar afleiðingar sjúkdóms sem hann greindist með. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóm Reykjavíkur frá því í júlí 2020 en Vörður áfrýjaði þeim dómi og krafðist þess að bótaskylda væri felld niður. Maðurinn höfðaði málið í janúar 2019 en lést af völdum lungnasjúkdóms síðar sama ár og tók dánarbú hans við málsaðild. Ágreiningur aðila málsins snýr að því hvort réttur mannsins til greiðslu bóta úr örorkutryggingu hafi fallið niður þar sem krafa hans um bætur hafi ekki hafi ekki verið gerð innan árs frá því að hann fékk vitneskju um atvik sem krafan er reist á. Tjónstilkynningin barst tryggingafélaginu 29.september 2017 og niðurstaða málsins réðst af því hvort maðurinn hafi haft vitneskju um það í september 2016 að varanlegt líkamstjón hefði hlotist af lungnasjúkdómnum sem hann þjáðist af. Í dóminum kemur fram að Vörður hafi haldið því fram að tilkynningarskylda hafi stofnast í október 2015. Sjúkdómurinn fylgikvilli af meðferð við hvítblæði Í upphaflega dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er sagt frá því að maðurinn hafi greinst með bráðahvítblæði í júní 2014. Lungnasjúkdómur sem hann greindist með í kjölfarið og að lokum dró hann til dauða var fylgikvilli af meðferð við hvítblæðinu sem hann læknaðist af. Maðurinn hélt því fram að honum hafi fyrst orðið það ljóst í kjölfarið örorkumats í ársbyrjun 2017 að ástand hans vegna lungnasjúkdómsins væri orðið varanlegt og hann hafi þá farið að kanna rétt sinn til bóta. Í tjónstilkynningu í september 2017 tók hann fram að erfitt væri að „tímasetja sjúkdóminn þar sem eitt hefur tekið við af öðru, þetta hafi bara þróast svona með tímanum“. Hafði ekki vitneskju um að lungnasjúkdómur hefði leitt til varanlegs líkamstjóns Í máli Varðar fyrir dómi kemur fram að samkvæmt vottorði læknis á Reykjalundi, en hann svaraði spurningum að beiðni Varðar með samþykki mannsins, hafi maðurinn komið á göngudeild Reykjalundar í október 2015. Þar var tekin tölvusneiðmynd af lungum og framkvæmd berkjuspeglun. Segir að eftir þessa skoðun hafi mátt telja öruggt að greining á lungnasjúkdómnum hafi legið fyrir. Vörður fór fram á að umræddur læknir bæri vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og var fallist á það. Við munnlegan flutning málsins fyrir Landsrétti var sú skýring gefin að læknirinn hefði forfallast. Þá hafi ekki komið fram ósk um að vitnið yrði leitt fyrir Landsrétt. Landsréttur féllst ekki á rök Varðar og segir í dómnum að ekki sé hægt að slá því föstu á grundvelli vottorðs læknisins að maðurinn hafi í október 2015 haft vitneskju um að lungnasjúkdómur hans hafi leitt til varanlegs líkamstjóns. Þá sýna önnur gögn sem fyrir liggja í málinu ekki fram á að maðurinn hafi verið meðvitaður um varanlegar afleiðingar lungnasjúkdómsins fyrir lok september 2016. Réttur dánarbús mannsins til greiðslu bóta frá Verði var því staðfestur af Landsrétti. Auk bótanna þarf Vörður að greiða málskostnað vegna málsins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóm Reykjavíkur frá því í júlí 2020 en Vörður áfrýjaði þeim dómi og krafðist þess að bótaskylda væri felld niður. Maðurinn höfðaði málið í janúar 2019 en lést af völdum lungnasjúkdóms síðar sama ár og tók dánarbú hans við málsaðild. Ágreiningur aðila málsins snýr að því hvort réttur mannsins til greiðslu bóta úr örorkutryggingu hafi fallið niður þar sem krafa hans um bætur hafi ekki hafi ekki verið gerð innan árs frá því að hann fékk vitneskju um atvik sem krafan er reist á. Tjónstilkynningin barst tryggingafélaginu 29.september 2017 og niðurstaða málsins réðst af því hvort maðurinn hafi haft vitneskju um það í september 2016 að varanlegt líkamstjón hefði hlotist af lungnasjúkdómnum sem hann þjáðist af. Í dóminum kemur fram að Vörður hafi haldið því fram að tilkynningarskylda hafi stofnast í október 2015. Sjúkdómurinn fylgikvilli af meðferð við hvítblæði Í upphaflega dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er sagt frá því að maðurinn hafi greinst með bráðahvítblæði í júní 2014. Lungnasjúkdómur sem hann greindist með í kjölfarið og að lokum dró hann til dauða var fylgikvilli af meðferð við hvítblæðinu sem hann læknaðist af. Maðurinn hélt því fram að honum hafi fyrst orðið það ljóst í kjölfarið örorkumats í ársbyrjun 2017 að ástand hans vegna lungnasjúkdómsins væri orðið varanlegt og hann hafi þá farið að kanna rétt sinn til bóta. Í tjónstilkynningu í september 2017 tók hann fram að erfitt væri að „tímasetja sjúkdóminn þar sem eitt hefur tekið við af öðru, þetta hafi bara þróast svona með tímanum“. Hafði ekki vitneskju um að lungnasjúkdómur hefði leitt til varanlegs líkamstjóns Í máli Varðar fyrir dómi kemur fram að samkvæmt vottorði læknis á Reykjalundi, en hann svaraði spurningum að beiðni Varðar með samþykki mannsins, hafi maðurinn komið á göngudeild Reykjalundar í október 2015. Þar var tekin tölvusneiðmynd af lungum og framkvæmd berkjuspeglun. Segir að eftir þessa skoðun hafi mátt telja öruggt að greining á lungnasjúkdómnum hafi legið fyrir. Vörður fór fram á að umræddur læknir bæri vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og var fallist á það. Við munnlegan flutning málsins fyrir Landsrétti var sú skýring gefin að læknirinn hefði forfallast. Þá hafi ekki komið fram ósk um að vitnið yrði leitt fyrir Landsrétt. Landsréttur féllst ekki á rök Varðar og segir í dómnum að ekki sé hægt að slá því föstu á grundvelli vottorðs læknisins að maðurinn hafi í október 2015 haft vitneskju um að lungnasjúkdómur hans hafi leitt til varanlegs líkamstjóns. Þá sýna önnur gögn sem fyrir liggja í málinu ekki fram á að maðurinn hafi verið meðvitaður um varanlegar afleiðingar lungnasjúkdómsins fyrir lok september 2016. Réttur dánarbús mannsins til greiðslu bóta frá Verði var því staðfestur af Landsrétti. Auk bótanna þarf Vörður að greiða málskostnað vegna málsins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira