Fyrsti skíðadagurinn á Siglufirði í fallegu veðri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 14:36 Fallegt veður er á Siglufirði í dag, eins og víða annars staðar. Talsvert frost og heiðskírt. Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar í dag í fyrsta sinn í vetur. Forstöðumaður svæðisins segist hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun meðal bæjarbúa og dagurinn sé fullkominn til skíðamennsku. Mikið frost er víða á landinu í dag en það er í kring um þrjár, fjórar gráður á Siglufirði þessa stundina. Það er heiðskírt fyrir norðan og fallegt um að líta. Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins Skarðdals, segir mikinn létti að geta opnað í dag og vonast til þess að veturinn verði góður. „Það er yfirleitt á þessum tíma, 1. til 10. desember, sem við erum að opna. En þetta er mikið fyrr núna en í fyrra, við opnuðum ekki fyrr en um jólin í fyrra þannig að þetta lítur vel út,“ segir Egill. Egill vonast til að fólk nýti sér daginn og mæti í brekkuna.Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Svæðið opnar klukkan 12, og bara ein lyfta til að byrja með en vel gæti verið að önnur verði opnuð þegar líður á daginn. Egill segist gera ráð fyrir að fjöldi fólks muni sækja í brekkuna. „Það er mikill áhugi fyrir því að koma í fjallið í dag. Ég er búinn að finna fyrir því alla vikuna,“ segir Egill. „Þetta eru náttúrulega búnir að vera skrítnir tveir vetur út af Covid-inu og það eru allir orðnir þyrstir í að komast á skíði.“ Gerir ráð fyrir að geta haft opið á morgun líka Grímuskylda er í kring um afgreiðsluna og skíðaskálann og er fólk beðið um að tryggja að safnast ekki saman í stærri hópum en fimmtíu. Egill segir að í raun gildi bara sömu sóttvarnareglur á skíðasvæðinu og annars staðar. Veðurspáin bendir til að verra veður verði á morgun en í dag og er spáð suðaustan stormi eða hvassviðri. Egill segist þó gera ráð fyrir að geta haldið skíðasvæðinu opnu á morgun líka. „Suðaustanáttin hér á Siglufirði er bara fín. Þannig að ég er bjartsýnn á að verði opið bæði í dag og á morgun,“ segir Egill. „Aðstæður eru mjög góðar í troðnum brekkum. Það er ekki mikill snjór fyrir utan troðnu brekkurnar þannig að fólk verður bara að halda sig í troðnum brekkum og þá verður þetta flott í dag.“ Hann segist feginn því að starfsemi skíðasvæðisins sé komin aftur af stað. „Þetta er búin að vera rosaleg þrautaganga með skíðasvæðin undanfarna tvo vetur, alveg hrikalega erfitt. Við vonum bara að við fáum normal vetur, ég bið ekki um meira. Áttatíu til níutíu dagar opnir og þá erum við góð.“ Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Mikið frost er víða á landinu í dag en það er í kring um þrjár, fjórar gráður á Siglufirði þessa stundina. Það er heiðskírt fyrir norðan og fallegt um að líta. Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins Skarðdals, segir mikinn létti að geta opnað í dag og vonast til þess að veturinn verði góður. „Það er yfirleitt á þessum tíma, 1. til 10. desember, sem við erum að opna. En þetta er mikið fyrr núna en í fyrra, við opnuðum ekki fyrr en um jólin í fyrra þannig að þetta lítur vel út,“ segir Egill. Egill vonast til að fólk nýti sér daginn og mæti í brekkuna.Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Svæðið opnar klukkan 12, og bara ein lyfta til að byrja með en vel gæti verið að önnur verði opnuð þegar líður á daginn. Egill segist gera ráð fyrir að fjöldi fólks muni sækja í brekkuna. „Það er mikill áhugi fyrir því að koma í fjallið í dag. Ég er búinn að finna fyrir því alla vikuna,“ segir Egill. „Þetta eru náttúrulega búnir að vera skrítnir tveir vetur út af Covid-inu og það eru allir orðnir þyrstir í að komast á skíði.“ Gerir ráð fyrir að geta haft opið á morgun líka Grímuskylda er í kring um afgreiðsluna og skíðaskálann og er fólk beðið um að tryggja að safnast ekki saman í stærri hópum en fimmtíu. Egill segir að í raun gildi bara sömu sóttvarnareglur á skíðasvæðinu og annars staðar. Veðurspáin bendir til að verra veður verði á morgun en í dag og er spáð suðaustan stormi eða hvassviðri. Egill segist þó gera ráð fyrir að geta haldið skíðasvæðinu opnu á morgun líka. „Suðaustanáttin hér á Siglufirði er bara fín. Þannig að ég er bjartsýnn á að verði opið bæði í dag og á morgun,“ segir Egill. „Aðstæður eru mjög góðar í troðnum brekkum. Það er ekki mikill snjór fyrir utan troðnu brekkurnar þannig að fólk verður bara að halda sig í troðnum brekkum og þá verður þetta flott í dag.“ Hann segist feginn því að starfsemi skíðasvæðisins sé komin aftur af stað. „Þetta er búin að vera rosaleg þrautaganga með skíðasvæðin undanfarna tvo vetur, alveg hrikalega erfitt. Við vonum bara að við fáum normal vetur, ég bið ekki um meira. Áttatíu til níutíu dagar opnir og þá erum við góð.“
Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira