Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2021 08:09 Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. „Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
„Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00