Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2021 11:37 Repúblikanar eru sá hópur Bandaríkjamanna þar sem fæstir eru bólusettir. Getty/Scott Olson Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NPR en horft var til dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa í 3.000 sýslum Bandaríkjanna frá því í vor, þegar bólusetningar voru almennt orðar aðgengilegar íbúum landsins. Einstaklingar sem bjuggu í sýslum þar sem stuðningur við Trump mældist 60 prósent eða meiri í forsetakosningunum í nóvember í fyrra voru 2,7 sinnum líklegri til að deyja af völdum Covid-19 en íbúar í sýslum þar sem Biden naut yfirgnæfandi stuðnings. Þá virðist fylgni vera milli fylgis Trumps og dauðsfalla af völdum Covid-19 en því meiri stuðnings sem hann naut í kosningunum því hærri var dánartíðnin af völdum kórónuveirunnar. Í október síðastliðnum var dánartíðnin í „rauðasta“ tíundahluta landsins sex sinnum meiri en í „bláasta“ tíundahlutanum. Í þessu samhengi stendur rauður fyrir Repúblikana og blár fyrir Demókrata. Þess ber að geta að þarna er að sjálfsögðu eingöngu horft til búsetu; það er ekki vitað hvernig þeir sem létust kusu í forsetkosningunum. Fylgnin var sterk jafnvel þegar leiðrétt var fyrir aldri, sem er helsti áhættuþátturinn þegar kemur að dánarlíkum í tengslum við Covid-19. Þá leiddi rannsóknin í ljós hvað það er sem veldur muninum; bólusetningartíðnin lækkar eftir því sem stuðningur við Trump eykst. Verulegur munur er á fjölda bólusettra meðal Repúblikana og Demókrata.Getty Samkvæmt NPR benda nýlegar skoðanakannanir til þess að Repúblikanar séu nú sá hópur Bandaríkjamanna sem er minnst bólusettur. Það má meðal annars rekja til falsfrétta og vantrausts á upplýsingum frá opinberum stofnunum. Liz Hamel, yfirmaður hjá Kaiser Family Foundation, segir pólitíska afstöðu nú sterkustu ábendinguna um hvort einstaklinur sé bólusettur. „Ef ég ætlaði að giska á hvort einhver væri bólusettur eða ekki og ég gæti bara fengið að vita eitt atriði um hann þá myndi ég sennilega spyrja hvaða flokk hann styddi,“ segir hún. Um 59 prósent Repúblikana eru bólusett en 91 prósent Demókrata. Könnun sem Kaiser framkvæmdi í október síðastliðnum leiddi í ljós að 94 prósent Repúblikana töldu að minnsta kosti eina ranga staðhæfingu um Covid-19 mögulega vera sanna. 46 prósent töldu að fjórar eða fleiri rangar staðhæfingar gætu verið sannar en sama hlutfall meðal Demókrata var 14%. Staðhæfingarnar vörðuðu meðal annars lyfið ivermectin og áhrif bólusetninga á óléttar konur og frjósemi. Sú ranga staðhæfing sem flestir trúðu var hins vegar: „Stjórnvöld eru að ýkja fjölda látinna af völdum Covid-19“. Hér má finna frétt NPR og uppýsingar um rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar NPR en horft var til dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa í 3.000 sýslum Bandaríkjanna frá því í vor, þegar bólusetningar voru almennt orðar aðgengilegar íbúum landsins. Einstaklingar sem bjuggu í sýslum þar sem stuðningur við Trump mældist 60 prósent eða meiri í forsetakosningunum í nóvember í fyrra voru 2,7 sinnum líklegri til að deyja af völdum Covid-19 en íbúar í sýslum þar sem Biden naut yfirgnæfandi stuðnings. Þá virðist fylgni vera milli fylgis Trumps og dauðsfalla af völdum Covid-19 en því meiri stuðnings sem hann naut í kosningunum því hærri var dánartíðnin af völdum kórónuveirunnar. Í október síðastliðnum var dánartíðnin í „rauðasta“ tíundahluta landsins sex sinnum meiri en í „bláasta“ tíundahlutanum. Í þessu samhengi stendur rauður fyrir Repúblikana og blár fyrir Demókrata. Þess ber að geta að þarna er að sjálfsögðu eingöngu horft til búsetu; það er ekki vitað hvernig þeir sem létust kusu í forsetkosningunum. Fylgnin var sterk jafnvel þegar leiðrétt var fyrir aldri, sem er helsti áhættuþátturinn þegar kemur að dánarlíkum í tengslum við Covid-19. Þá leiddi rannsóknin í ljós hvað það er sem veldur muninum; bólusetningartíðnin lækkar eftir því sem stuðningur við Trump eykst. Verulegur munur er á fjölda bólusettra meðal Repúblikana og Demókrata.Getty Samkvæmt NPR benda nýlegar skoðanakannanir til þess að Repúblikanar séu nú sá hópur Bandaríkjamanna sem er minnst bólusettur. Það má meðal annars rekja til falsfrétta og vantrausts á upplýsingum frá opinberum stofnunum. Liz Hamel, yfirmaður hjá Kaiser Family Foundation, segir pólitíska afstöðu nú sterkustu ábendinguna um hvort einstaklinur sé bólusettur. „Ef ég ætlaði að giska á hvort einhver væri bólusettur eða ekki og ég gæti bara fengið að vita eitt atriði um hann þá myndi ég sennilega spyrja hvaða flokk hann styddi,“ segir hún. Um 59 prósent Repúblikana eru bólusett en 91 prósent Demókrata. Könnun sem Kaiser framkvæmdi í október síðastliðnum leiddi í ljós að 94 prósent Repúblikana töldu að minnsta kosti eina ranga staðhæfingu um Covid-19 mögulega vera sanna. 46 prósent töldu að fjórar eða fleiri rangar staðhæfingar gætu verið sannar en sama hlutfall meðal Demókrata var 14%. Staðhæfingarnar vörðuðu meðal annars lyfið ivermectin og áhrif bólusetninga á óléttar konur og frjósemi. Sú ranga staðhæfing sem flestir trúðu var hins vegar: „Stjórnvöld eru að ýkja fjölda látinna af völdum Covid-19“. Hér má finna frétt NPR og uppýsingar um rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira