Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2021 12:34 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur látið aðgerðir fylgja orðum og er sjálfur margbólusettur. Vísir Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í nýjum pistli á covid.is. Vísar hann til útreikninga Thors Aspelund, líftölufræðings við Háskóla Íslands en niðurstöðurnar sjáist glöggt þegar skoðað er annars vegar nýgengi hjá þeim sem hafa fengið grunnbólusetningu og hins vegar nýgengi hjá þeim sem hafa einnig fengið örvunarskammtinn. Grunnbólusetning eru tveir skammtar af bólefni og bendir Þórólfur á að hún hafi reynst afar vel gegn spítalainnlögnum og einnig börnum á aldrinum 12 til 15 ára. „Þessar upplýsingar eiga að vera öllum hvatning til að fara í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarbólusetningu. Á þessari stundu eru ekki áform um að bjóða börnum örvunarbólusetningu í ljósi þess hversu vel grunnbólusetningin verndar börnin. Hins vegar er ekki vitað hversu lengi verndin mun vara hvorki hjá börnum né eftir örvunarbólusetninguna,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir segir óvissu uppi um hvort bólusetning eða fyrri sýking muni vernda gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar; Omíkron. „Þessi óvissa á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að allir mæti í bólusetningu og þiggi örvunarskammt því delta afbrigðið er hér allsráðandi og er að valda þeim alvarlegu veikindum sem við erum nú að eiga við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í nýjum pistli á covid.is. Vísar hann til útreikninga Thors Aspelund, líftölufræðings við Háskóla Íslands en niðurstöðurnar sjáist glöggt þegar skoðað er annars vegar nýgengi hjá þeim sem hafa fengið grunnbólusetningu og hins vegar nýgengi hjá þeim sem hafa einnig fengið örvunarskammtinn. Grunnbólusetning eru tveir skammtar af bólefni og bendir Þórólfur á að hún hafi reynst afar vel gegn spítalainnlögnum og einnig börnum á aldrinum 12 til 15 ára. „Þessar upplýsingar eiga að vera öllum hvatning til að fara í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarbólusetningu. Á þessari stundu eru ekki áform um að bjóða börnum örvunarbólusetningu í ljósi þess hversu vel grunnbólusetningin verndar börnin. Hins vegar er ekki vitað hversu lengi verndin mun vara hvorki hjá börnum né eftir örvunarbólusetninguna,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir segir óvissu uppi um hvort bólusetning eða fyrri sýking muni vernda gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar; Omíkron. „Þessi óvissa á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að allir mæti í bólusetningu og þiggi örvunarskammt því delta afbrigðið er hér allsráðandi og er að valda þeim alvarlegu veikindum sem við erum nú að eiga við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52