Þurfti að stöðva sýningu vegna drykkjuláta í annað sinn á ferlinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2021 20:00 Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikhússtjóri Gaflaraleikhússins. Vísir/Vilhelm Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir aukinni áfengisneyslu og ólátum meðal áhorfenda, sem mögulega geti skrifast á stuttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa, í annað sinn á ferlinum. Hún fagnar þó hvers kyns samtali við áhorfendur og bendir á að sýningin bjóði upp á meiri þátttöku þeirra en gengur og gerist. En fyrst víkur sögunni að Borgarleikhúsinu. Á laugardagskvöld var þar áhorfandi til ófriðs á Bubbasöngleiknum 9 lífum, sem lyktaði með því að Halldóra Geirharðsdóttir, einn aðalleikara sýningarinnar, skarst í leikinn - og það hafði tilætluð áhrif. Það ríkti friður í salnum, og raunar ekki bara friður heldur tók við dynjandi lófatak annarra áhorfenda, sem voru ánægðir með framtak Halldóru. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að því miður komi það fyrir að meðal gesta slæðist inn einn og einn sem búinn sé að fá sér aðeins of mikið. Drukknir einstaklingar geti verið til trafala og brugðist sé við því af bestu getu. Leikhúsið hafi þó ekki fundið fyrir aukningu á ölvun meðal gesta. Algjör hvítvínssýning Það hefur Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins og ein leikkvenna í sýningunni Bíddu bara, þó gert. Fólk sé orðið verulega samkomuþyrst. „Það er sko verið að taka fyrirpartíið og fordrykkinn og leiksýninguna og eftirpartíið og allt á þessum þremur tímum sem þú hefur áður en það er skellt í lás. Þannig að við höfum fundið fyrir því að það hefur verið, hvað á ég að segja, virk þátttaka,“ segir Björk og hlær. „En við höfum svolítið verið að tala um þetta kollegarnir, að þetta er víða.“ Þetta eigi við sýninguna Bíddu bara, sem vissulega bjóði upp á meiri þátttöku áhorfenda en gengur og gerist. „Þannig að þetta er algjör hvítvínssýning. En kannski bara, ekki drekka heila belju!“ segir Björk. Hún fer þar með eitt þriggja aðalhlutverka ásamt Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld en sú síðastnefnda hefur nú horfið frá vegna barneignarleyfis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur tekið við hlutverki Sölku. Komnar í samkeppni við partíið á sviðinu Þá þurfti Björk hreinlega að stöðva sýningu á verkinu á dögunum vegna hóps kvenna sem hafði sig fullmikið í frammi. „Þá sátu þær á fremsta bekk og partíið var bara komið í svo mikla samkeppni við það sem við vorum að gera á sviðinu þannig að það var eiginlega ekki vinnufært. Og svo kemur að því að maður þarf að hugsa um hina 200, sem voru kannski ekki alveg á sama stað.“ Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
En fyrst víkur sögunni að Borgarleikhúsinu. Á laugardagskvöld var þar áhorfandi til ófriðs á Bubbasöngleiknum 9 lífum, sem lyktaði með því að Halldóra Geirharðsdóttir, einn aðalleikara sýningarinnar, skarst í leikinn - og það hafði tilætluð áhrif. Það ríkti friður í salnum, og raunar ekki bara friður heldur tók við dynjandi lófatak annarra áhorfenda, sem voru ánægðir með framtak Halldóru. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að því miður komi það fyrir að meðal gesta slæðist inn einn og einn sem búinn sé að fá sér aðeins of mikið. Drukknir einstaklingar geti verið til trafala og brugðist sé við því af bestu getu. Leikhúsið hafi þó ekki fundið fyrir aukningu á ölvun meðal gesta. Algjör hvítvínssýning Það hefur Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins og ein leikkvenna í sýningunni Bíddu bara, þó gert. Fólk sé orðið verulega samkomuþyrst. „Það er sko verið að taka fyrirpartíið og fordrykkinn og leiksýninguna og eftirpartíið og allt á þessum þremur tímum sem þú hefur áður en það er skellt í lás. Þannig að við höfum fundið fyrir því að það hefur verið, hvað á ég að segja, virk þátttaka,“ segir Björk og hlær. „En við höfum svolítið verið að tala um þetta kollegarnir, að þetta er víða.“ Þetta eigi við sýninguna Bíddu bara, sem vissulega bjóði upp á meiri þátttöku áhorfenda en gengur og gerist. „Þannig að þetta er algjör hvítvínssýning. En kannski bara, ekki drekka heila belju!“ segir Björk. Hún fer þar með eitt þriggja aðalhlutverka ásamt Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld en sú síðastnefnda hefur nú horfið frá vegna barneignarleyfis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur tekið við hlutverki Sölku. Komnar í samkeppni við partíið á sviðinu Þá þurfti Björk hreinlega að stöðva sýningu á verkinu á dögunum vegna hóps kvenna sem hafði sig fullmikið í frammi. „Þá sátu þær á fremsta bekk og partíið var bara komið í svo mikla samkeppni við það sem við vorum að gera á sviðinu þannig að það var eiginlega ekki vinnufært. Og svo kemur að því að maður þarf að hugsa um hina 200, sem voru kannski ekki alveg á sama stað.“
Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira