Hafi upplifað martröð nemandans þegar HÍ lagði föður hennar í hættu Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 23:14 Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sálfræðinemi við Háskóla Íslands, segist búin að fá sig fullsadda af meintu andvaraleysi skólans. Samsett Eftir hafa barist fyrir því að nemendur við Háskóla Íslands (HÍ) fengju að taka heimapróf af sóttvarnaástæðum var Söndru Ósk Jóhannsdóttur tjáð að hún hafi deilt prófstofu með Covid-sýktum samnemenda. Tilkynningin frá skólanum barst rúmum klukkutíma áður en hún átti að mæta í næsta staðpróf. Sandra, sem stundar grunnnám í sálfræði, gagnrýnir skólann harðlega fyrir að bregðast ekki við ákalli nemenda um fjarpróf í heimsfaraldri. Rakningateymið fór ekki fram á að nemendur færu í sóttkví í tengslum við tilfellið en þeir voru hvattir til að fara í sýnatöku ef minnstu einkenni gerðu vart við sig. Enginn með grímu „Ég var í prófi í dag en fékk hringingu um klukkutíma fyrir prófið þar sem mér var sagt að ég ætti ekki að mæta í bygginguna sem prófið átti að vera í vegna þess að ég hafi verið í kringum Covid-smitaðan einstakling í prófinu á fimmtudeginum. Við vorum sex með þessum einstaklingi í sérstofu, þannig að það voru fáir, en við vorum alveg þrjá tíma þarna og allir tóku af sér grímuna. Það er fáránlegt að ætlast til þess að maður fari í staðpróf eftir að maður fréttir að maður hafi umgengist Covid-smitaðan einstakling,“ segir Sandra í samtali við Vísi. Henni finnst tvískinnungur felast í því að biðja nemendur um að mæta í aðra stofu í nafni sóttvarnaráðstafana en á sama tíma krefjast þess að nemendur mæti í prófstofu. „Það hefur augljóslega verið mikilvægt fyrir skólann að maður væri ekki að fara í sömu byggingu og aðrir nemendur.“ Pósturinn sem Sandra fékk frá prófstjóra. Lengi talað fyrir fjarprófum Stúdentahreyfingarnar Vaka og Röskva hafa kallað eftir því að nemendum standi til boða að sitja fjarpróf í námskeiðum sínum vegna faraldursins, en með takmörkuðum árangri. „Ég var sjálf að berjast fyrir heimaprófum fyrir ári og svo lendi ég í þessu. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því hvers vegna við erum búin að vera að berjast fyrir heimaprófum,“ segir Sandra. Sandra hefur áður veikst af Covid-19 en segir að nýlegar fréttir sýni að það útiloki alls ekki að fólk geti smitast aftur. Þá hafi hún miklar áhyggjur af föður sínum sem tilheyri áhættuhópi. Hún gagnrýnir tímasetningu skólans í dag og telur engan vafa leika á því að þessi tilkynning hafi haft áhrif á frammistöðu sína í prófinu skömmu síðar. „Ég gat ómögulega lært eftir að ég fékk þessar fréttir, fór bara í andlegt áfall og það var engin leið að hugga mig.“ Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á skólastarf og var stór hluti nemenda í fjarkennslu á tímabili.Vísir/Vilhelm Versta martröð nemenda „Þetta er versta martröð hvers nemanda í heimsfaraldri, að vera nálægt smituðum einstaklingi í prófum. Núna líður mér alls ekki öruggri í byggingum skólans,“ segir Sandra en hún fer í síðasta lokaprófið sitt á fimmtudaginn. Ekki er útlit fyrir að hún fái að taka það próf heima undir rafrænu eftirliti frekar en fyrri prófin. „Miðað við þessar fréttir þá er það eina rétta í stöðunni að hafa heimapróf sem valkost og það ætti að vera sjálfsagt í heimsfaraldri. Það er það eina rétta í stöðunni miðað við að þau eru nú þegar búin að leggja nemendur í hættu, þau eru búin að leggja pabba minn sem er í áhættuhópi í hættu.“ Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Telja prófahald stangast á við sóttvarnareglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“ Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf. 8. apríl 2021 23:30 Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Tilkynningin frá skólanum barst rúmum klukkutíma áður en hún átti að mæta í næsta staðpróf. Sandra, sem stundar grunnnám í sálfræði, gagnrýnir skólann harðlega fyrir að bregðast ekki við ákalli nemenda um fjarpróf í heimsfaraldri. Rakningateymið fór ekki fram á að nemendur færu í sóttkví í tengslum við tilfellið en þeir voru hvattir til að fara í sýnatöku ef minnstu einkenni gerðu vart við sig. Enginn með grímu „Ég var í prófi í dag en fékk hringingu um klukkutíma fyrir prófið þar sem mér var sagt að ég ætti ekki að mæta í bygginguna sem prófið átti að vera í vegna þess að ég hafi verið í kringum Covid-smitaðan einstakling í prófinu á fimmtudeginum. Við vorum sex með þessum einstaklingi í sérstofu, þannig að það voru fáir, en við vorum alveg þrjá tíma þarna og allir tóku af sér grímuna. Það er fáránlegt að ætlast til þess að maður fari í staðpróf eftir að maður fréttir að maður hafi umgengist Covid-smitaðan einstakling,“ segir Sandra í samtali við Vísi. Henni finnst tvískinnungur felast í því að biðja nemendur um að mæta í aðra stofu í nafni sóttvarnaráðstafana en á sama tíma krefjast þess að nemendur mæti í prófstofu. „Það hefur augljóslega verið mikilvægt fyrir skólann að maður væri ekki að fara í sömu byggingu og aðrir nemendur.“ Pósturinn sem Sandra fékk frá prófstjóra. Lengi talað fyrir fjarprófum Stúdentahreyfingarnar Vaka og Röskva hafa kallað eftir því að nemendum standi til boða að sitja fjarpróf í námskeiðum sínum vegna faraldursins, en með takmörkuðum árangri. „Ég var sjálf að berjast fyrir heimaprófum fyrir ári og svo lendi ég í þessu. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því hvers vegna við erum búin að vera að berjast fyrir heimaprófum,“ segir Sandra. Sandra hefur áður veikst af Covid-19 en segir að nýlegar fréttir sýni að það útiloki alls ekki að fólk geti smitast aftur. Þá hafi hún miklar áhyggjur af föður sínum sem tilheyri áhættuhópi. Hún gagnrýnir tímasetningu skólans í dag og telur engan vafa leika á því að þessi tilkynning hafi haft áhrif á frammistöðu sína í prófinu skömmu síðar. „Ég gat ómögulega lært eftir að ég fékk þessar fréttir, fór bara í andlegt áfall og það var engin leið að hugga mig.“ Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á skólastarf og var stór hluti nemenda í fjarkennslu á tímabili.Vísir/Vilhelm Versta martröð nemenda „Þetta er versta martröð hvers nemanda í heimsfaraldri, að vera nálægt smituðum einstaklingi í prófum. Núna líður mér alls ekki öruggri í byggingum skólans,“ segir Sandra en hún fer í síðasta lokaprófið sitt á fimmtudaginn. Ekki er útlit fyrir að hún fái að taka það próf heima undir rafrænu eftirliti frekar en fyrri prófin. „Miðað við þessar fréttir þá er það eina rétta í stöðunni að hafa heimapróf sem valkost og það ætti að vera sjálfsagt í heimsfaraldri. Það er það eina rétta í stöðunni miðað við að þau eru nú þegar búin að leggja nemendur í hættu, þau eru búin að leggja pabba minn sem er í áhættuhópi í hættu.“
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Telja prófahald stangast á við sóttvarnareglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“ Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf. 8. apríl 2021 23:30 Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Telja prófahald stangast á við sóttvarnareglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“ Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf. 8. apríl 2021 23:30
Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33