Gagnrýndur fyrir að segja upp níu hundruð manns á Zoom-fundi Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2021 08:08 Áður hefur verið fjallað um stjórnunarhætti Vishal Garg, forstjóra Better. Skjáskot Forstjóri bandaríska húsnæðislánafyrirtækisins Better.com hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagt upp rúmlega níu hundruð manns fyrirtækisins á tæplega þriggja mínútna fjarfundi á miðvikudaginn í síðustu viku. Viðskiptablaðið segir að uppsagnirnar komi í að aðdraganda sameiningar Better og Spac, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þá segir að Sigurgeir Jónsson, frændi Björgólfs hafi komið að stofnun Better og fari þar með stöðu yfirmanns fjármálamarkaða. „Ef þú ert einn þeirra sem er á þessum fundi þá ert þú í hópi hinna óheppnu sem verið er að segja upp,“ sagði Vishal Garg, forstjóri Better á hinum tæplega þriggja mínútna fundi sem hefur verði hlaðið upp á samfélagsmiðlum. BBC segir frá því að Garg hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir aðferðir sínar og þær sagðar kuldalegar og óvægnar, sér í lagi þegar svo stutt sé til jóla. „Síðast þegar ég gerði þetta þá fór ég að gráta,“ sagði Garg þegar hann ávarpaði starfsfólkið. „Ég vildi óska þess að fréttirnar væru aðrar. Ég óska þess að við værum stöndug.“ Garg vísaði svo í að frammistaða starfsfólks og framleiðni, auk aðstæðna á markaði, lægju að baki fjöldauppsögnunum, sem hann sagði ná til fimmtán prósent starfsliðsins. Segir BBC frá því að Garg hafi ekki minnst á 750 milljóna króna innspýtingu fjárfesta til Better.com í síðustu viku. „Heimskir höfrungar“ Bandaríska blaðið Fortune sagði frá því eftir uppsagnirnar að Garg hafi í eldri bloggfærslu sakað hluta þeirra sem sagt var upp um að „stela“ frá samstarfsfólki og viðskiptavinum með því að vera afkastarýr og einungis vinna tvö tíma á dag þó að það hafi sagst vinna átta tíma eða jafnvel lengur. Í tilefni af uppsögnunum í síðustu viku hefur kastljósi verið beint á stjórnunarstíl Gargs, en Forbes sagði á sínum tíma frá því að hann hafi í tölvupósti látið fúkyrðaflaum ganga yfir starfsfólks. „Þið eruð ALLTOF ANDSKOTI HÆG. Þið eruð ekkert nema HEIMSKIR HÖFRUNGAR… ÞANNIG AÐ HÆTTIÐ ÞESSU. HÆTTIÐ ÞESSU. HÆTTIÐ ÞESSU STRAX. ÞIÐ ERUÐ MÉR TIL SKAMMAR.“ Bandaríkin Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Viðskiptablaðið segir að uppsagnirnar komi í að aðdraganda sameiningar Better og Spac, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þá segir að Sigurgeir Jónsson, frændi Björgólfs hafi komið að stofnun Better og fari þar með stöðu yfirmanns fjármálamarkaða. „Ef þú ert einn þeirra sem er á þessum fundi þá ert þú í hópi hinna óheppnu sem verið er að segja upp,“ sagði Vishal Garg, forstjóri Better á hinum tæplega þriggja mínútna fundi sem hefur verði hlaðið upp á samfélagsmiðlum. BBC segir frá því að Garg hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir aðferðir sínar og þær sagðar kuldalegar og óvægnar, sér í lagi þegar svo stutt sé til jóla. „Síðast þegar ég gerði þetta þá fór ég að gráta,“ sagði Garg þegar hann ávarpaði starfsfólkið. „Ég vildi óska þess að fréttirnar væru aðrar. Ég óska þess að við værum stöndug.“ Garg vísaði svo í að frammistaða starfsfólks og framleiðni, auk aðstæðna á markaði, lægju að baki fjöldauppsögnunum, sem hann sagði ná til fimmtán prósent starfsliðsins. Segir BBC frá því að Garg hafi ekki minnst á 750 milljóna króna innspýtingu fjárfesta til Better.com í síðustu viku. „Heimskir höfrungar“ Bandaríska blaðið Fortune sagði frá því eftir uppsagnirnar að Garg hafi í eldri bloggfærslu sakað hluta þeirra sem sagt var upp um að „stela“ frá samstarfsfólki og viðskiptavinum með því að vera afkastarýr og einungis vinna tvö tíma á dag þó að það hafi sagst vinna átta tíma eða jafnvel lengur. Í tilefni af uppsögnunum í síðustu viku hefur kastljósi verið beint á stjórnunarstíl Gargs, en Forbes sagði á sínum tíma frá því að hann hafi í tölvupósti látið fúkyrðaflaum ganga yfir starfsfólks. „Þið eruð ALLTOF ANDSKOTI HÆG. Þið eruð ekkert nema HEIMSKIR HÖFRUNGAR… ÞANNIG AÐ HÆTTIÐ ÞESSU. HÆTTIÐ ÞESSU. HÆTTIÐ ÞESSU STRAX. ÞIÐ ERUÐ MÉR TIL SKAMMAR.“
Bandaríkin Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira