Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 13:30 Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir kynna niðurstöðu sína. vísir/vilhelm Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fundurinn fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardal klukkan 14. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Textalýsingu með því helsta sem fram kom má finna neðst í fréttinni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, er formaður úttektarnefndarinnar. Þar eiga jafnframt sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok sumars og stjórn KSÍ sagði af sér í kjölfarið, eftir gagnrýni vegna viðbragða, eða meints skorts á viðbrögðum, við ásökunum í garð landsliðsmanna um kynferðisofbeldi. Áður en stjórnin hætti fór hún þess á leit við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að gerði yrði óháð úttekt á viðbrögðum og málsferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. ÍSÍ skipaði því fyrrgreinda úttektarnefnd og hér að neðan má sjá hlutverk hennar. Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð. Uppfært klukkan 14:49 Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá að ofan og beina textalýsingu frá fundinum að neðan.
Fundurinn fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardal klukkan 14. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Textalýsingu með því helsta sem fram kom má finna neðst í fréttinni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, er formaður úttektarnefndarinnar. Þar eiga jafnframt sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok sumars og stjórn KSÍ sagði af sér í kjölfarið, eftir gagnrýni vegna viðbragða, eða meints skorts á viðbrögðum, við ásökunum í garð landsliðsmanna um kynferðisofbeldi. Áður en stjórnin hætti fór hún þess á leit við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að gerði yrði óháð úttekt á viðbrögðum og málsferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. ÍSÍ skipaði því fyrrgreinda úttektarnefnd og hér að neðan má sjá hlutverk hennar. Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð. Uppfært klukkan 14:49 Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá að ofan og beina textalýsingu frá fundinum að neðan.
Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira