Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 10:21 Í tölunum er ekki kostnaður við greiningu PCR-sýnanna en hann fellur til hjá Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. Upplýsingarnar að ofan fékk Vísir hjá Jónasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að kostnaðurinn við sýnatökurnar hefði numið 460 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hið rétta er að kostnaður við sýnatökurnar nam í fyrra um milljarði króna og er þá með talinn kostnaður við uppsetningu sýnatökustöðva, innkaup prófa og fleiri tilfallandi kostnaðarliðir en Heilsugæslan hefur sinnt sýnatökum á Suðurlandsbraut, í Keflavík og verið með nokkra starfsemi úti á landi. Í sumar fór Heilsugæslan að bjóða upp á hraðpróf og aðsókn í þau hefur aukist verulega með haustinu. Í fyrra var eingöngu um að ræða svokölluð PCR-próf; einkennasýnatökur og sýnatökur ferðamanna við komuna og brottför frá landinu. Heilsugæslunni var á þessum tíma heimilt að rukka gjald og stóð gjaldtakan að mestu undir kostnaðinum árið 2020, að sögn Jónasar. „Á þessu ári hefur þetta verið fjölbreyttari flóra,“ segir Jónas um Covid-prófin en í sumar hóf Heilsugæslan að bjóða upp á svokölluð hraðpróf. Ríkisstjórnin ákvað að þau skyldu vera gjaldfrjáls og í haust var meira og minna öll gjaldtaka felld niður. Jónas segir tekjurnar hafa dugað vel upp í kostnað framan af, ekki síst vegna þeirra ferðamanna sem hingað komu í sumar, en með haustinu hafi róðurinn þyngst. Þá hafi kostnaðurinn farið fram úr tekjunum, sem námu 1,5 milljarði króna, og útaf standi umræddar 460 milljónir, fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt Fréttablaðinu hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt 238 milljónir króna vegna 70.772 hraðprófa á tímabilinu 20. september til 7. júní. Þá voru 575 þúsund sýni tekin á Suðurlandsbraut fyrstu ellefu mánuði ársins, þar af 220 þúsund hraðpróf, og 250 þúsund sýni í Keflavík en þar er um að ræða PCR-próf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Upplýsingarnar að ofan fékk Vísir hjá Jónasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að kostnaðurinn við sýnatökurnar hefði numið 460 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hið rétta er að kostnaður við sýnatökurnar nam í fyrra um milljarði króna og er þá með talinn kostnaður við uppsetningu sýnatökustöðva, innkaup prófa og fleiri tilfallandi kostnaðarliðir en Heilsugæslan hefur sinnt sýnatökum á Suðurlandsbraut, í Keflavík og verið með nokkra starfsemi úti á landi. Í sumar fór Heilsugæslan að bjóða upp á hraðpróf og aðsókn í þau hefur aukist verulega með haustinu. Í fyrra var eingöngu um að ræða svokölluð PCR-próf; einkennasýnatökur og sýnatökur ferðamanna við komuna og brottför frá landinu. Heilsugæslunni var á þessum tíma heimilt að rukka gjald og stóð gjaldtakan að mestu undir kostnaðinum árið 2020, að sögn Jónasar. „Á þessu ári hefur þetta verið fjölbreyttari flóra,“ segir Jónas um Covid-prófin en í sumar hóf Heilsugæslan að bjóða upp á svokölluð hraðpróf. Ríkisstjórnin ákvað að þau skyldu vera gjaldfrjáls og í haust var meira og minna öll gjaldtaka felld niður. Jónas segir tekjurnar hafa dugað vel upp í kostnað framan af, ekki síst vegna þeirra ferðamanna sem hingað komu í sumar, en með haustinu hafi róðurinn þyngst. Þá hafi kostnaðurinn farið fram úr tekjunum, sem námu 1,5 milljarði króna, og útaf standi umræddar 460 milljónir, fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt Fréttablaðinu hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt 238 milljónir króna vegna 70.772 hraðprófa á tímabilinu 20. september til 7. júní. Þá voru 575 þúsund sýni tekin á Suðurlandsbraut fyrstu ellefu mánuði ársins, þar af 220 þúsund hraðpróf, og 250 þúsund sýni í Keflavík en þar er um að ræða PCR-próf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira