Léttvínið nærri 40 prósentum ódýrara með dönskum sköttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 14:20 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2022 hækkar áfengisgjaldið um 2,5 prósent. Vísir/Vilhelm Léttvínsflaska sem kostar 2.100 krónur í Vínbúðinni myndi kosta 1.318 krónur með dönskum sköttum og bjórflaska sem kostar 369 krónur hérlendis myndi kosta 262 krónur. Vodki myndi vera nær 40 prósent ódýrari með sænskum sköttum. Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda, þar sem félagið setur fram niðurstöður ýmissa útreikninga þar sem verð á áfengi er skoðað útfrá skattlagningu áfengis á Norðurlöndunum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Vísi að stjórnvöld hafi löngum réttlæt hátt áfengisgjald, sem hækkar um 2,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022, með því að vísa til þess að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. FA Virðisaukaskatturinn sé 11 prósent hérlendis en allt að 25 prósent á Norðurlöndunum. Til að fá sanngjarnan verðsamanburð ákvað FA að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu. Í öllum tilvikum nema einu yrðu umræddar vörur mun ódýrari ef þær væru skattlagðar líkt og á Norðurlöndunum. „Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna). Verð á vodkaflösku á Íslandi er þrefalt á við það ef á hana væru lagðir skattar eins og í Evrópuríkjum að meðaltali. Ef Ísland legði á sænska skatta væri vodkaflaskan 39% ódýrari – og verða sænsk stjórnvöld þó seint sökuð um skort á skattagleði,“ segir á vef FA. FA Undantekningin er bjór með norskum sköttum en hann yrði 41 krónu dýrari með norskum sköttum, „enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum tveimur og virðisaukaskatturinn hærir í Noregi,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar og einhvern tímann að verða að segja stopp,“ er haft eftir Ólafi. Háir skattar komi sérstaklega illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé vaxandi atvinnugrein. „Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í helmingi meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali.“ FA Verslun Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda, þar sem félagið setur fram niðurstöður ýmissa útreikninga þar sem verð á áfengi er skoðað útfrá skattlagningu áfengis á Norðurlöndunum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Vísi að stjórnvöld hafi löngum réttlæt hátt áfengisgjald, sem hækkar um 2,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022, með því að vísa til þess að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. FA Virðisaukaskatturinn sé 11 prósent hérlendis en allt að 25 prósent á Norðurlöndunum. Til að fá sanngjarnan verðsamanburð ákvað FA að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu. Í öllum tilvikum nema einu yrðu umræddar vörur mun ódýrari ef þær væru skattlagðar líkt og á Norðurlöndunum. „Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna). Verð á vodkaflösku á Íslandi er þrefalt á við það ef á hana væru lagðir skattar eins og í Evrópuríkjum að meðaltali. Ef Ísland legði á sænska skatta væri vodkaflaskan 39% ódýrari – og verða sænsk stjórnvöld þó seint sökuð um skort á skattagleði,“ segir á vef FA. FA Undantekningin er bjór með norskum sköttum en hann yrði 41 krónu dýrari með norskum sköttum, „enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum tveimur og virðisaukaskatturinn hærir í Noregi,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar og einhvern tímann að verða að segja stopp,“ er haft eftir Ólafi. Háir skattar komi sérstaklega illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé vaxandi atvinnugrein. „Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í helmingi meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali.“ FA
Verslun Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira