Njarðvík áfram á toppnum eftir dramatískan sigur | Haukar upp að hlið Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2021 21:16 Njarðvík er á toppi Subway-deildar kvenna í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikirnir í Njarðvík og Hafnafirði voru æsispennandi þó meira hafi verið um sterkar varnir en flæðandi sóknarleik. Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira