Tölvupóstfangið gríðarlanga skorið rækilega niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2021 21:12 Búið að stytta hið ógurlega langa tölvupóstfang sem Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur var úthlutað á Alþingi. Píratar. Búið er að stytta tölvupóstfang Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, þannig að nú inniheldur það aðeins fornafn og millinafn hennar í stað fulls nafns. Arndís Anna vakti athygli á því á Alþingi í dag að hún hefði fengið ógurlega löngu tölvupóstfangi úthlutað er hún tók sæti á Alþingi á dögunum. Tölvupóstfangið var arndis.anna.kristinardottir.gunnarsdottir@althingi.is eða heil 53 stafbil. „Lengra en meðaltölvupóstur,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag þar sem hún kvartaði yfir hinu langa tölvupóstfangi. Kvörtun hennar virðist hafa borið árangur en á vef Alþingis má sjá að búið er að stytta tölvupóstfang hennar niður í arndis.anna@althingi.is. Það er öllu styttra eða 23 stafabil. Var lengd tölvupóstfangs hennar því skorin niður um nærri helming. Í samtali við Vísi segir Arndís Anna að hún hafi ekki fengið sérstaka tilkynningu um að tölvupóstfangi hennar hafi verið breytt. Sjálf hefði hún kosið að fá arndisanna@althingi.is en að hún geti þó sætt við nýja tölvupóstfangið. Í ræðu hennar á Alþingi um málið benti Arndís á að þingmenn ættu að vera eins aðgengilegir og kostur er, þar með talið tölvupóstfang þeirra. Það gæti reynst fráhrindandi og erfitt um vik fyrir suma að reyna að hafa samband við þingmenn með gríðarlega löng tölvupóstföng. „Ég vil því biðla til forseta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar, sem í ofanálag stríða gegn þeim mikilvæga þætti lýðræðisins, að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu almenningi eins aðgengilegir og kostur er,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag en ræða hennar virðist hafa skilað árangri. Alþingi Tækni Stjórnsýsla Píratar Mannanöfn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Arndís Anna vakti athygli á því á Alþingi í dag að hún hefði fengið ógurlega löngu tölvupóstfangi úthlutað er hún tók sæti á Alþingi á dögunum. Tölvupóstfangið var arndis.anna.kristinardottir.gunnarsdottir@althingi.is eða heil 53 stafbil. „Lengra en meðaltölvupóstur,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag þar sem hún kvartaði yfir hinu langa tölvupóstfangi. Kvörtun hennar virðist hafa borið árangur en á vef Alþingis má sjá að búið er að stytta tölvupóstfang hennar niður í arndis.anna@althingi.is. Það er öllu styttra eða 23 stafabil. Var lengd tölvupóstfangs hennar því skorin niður um nærri helming. Í samtali við Vísi segir Arndís Anna að hún hafi ekki fengið sérstaka tilkynningu um að tölvupóstfangi hennar hafi verið breytt. Sjálf hefði hún kosið að fá arndisanna@althingi.is en að hún geti þó sætt við nýja tölvupóstfangið. Í ræðu hennar á Alþingi um málið benti Arndís á að þingmenn ættu að vera eins aðgengilegir og kostur er, þar með talið tölvupóstfang þeirra. Það gæti reynst fráhrindandi og erfitt um vik fyrir suma að reyna að hafa samband við þingmenn með gríðarlega löng tölvupóstföng. „Ég vil því biðla til forseta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar, sem í ofanálag stríða gegn þeim mikilvæga þætti lýðræðisins, að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu almenningi eins aðgengilegir og kostur er,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag en ræða hennar virðist hafa skilað árangri.
Alþingi Tækni Stjórnsýsla Píratar Mannanöfn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira