„Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2021 23:06 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stöðuna gjörbreytta eftir upplýst var um slæma meðferð á hryssum. Vísir/Vilhelm Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum, annars vegar frumvarpi Oddný G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um stjórn fiskveiða og hins vegar frumvarpi Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um velferð dýra. Þetta er í annað sinn sem formaðurinn leggur frumvarpið fram á þinginu sem varðar bann við blóðmerarhaldi. Inga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún fyndi fyrir miklum áhuga á málinu, sérstaklega eftir að Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember heimildarmynd sem sýnir slæma meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur nú myndefnið til rannsóknar og sagði dýralækni hrossasjúkdóma hjá stofnuninni að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Þá hefur ráðherra verið upplýstur um málið. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Vinni gegn markaðsstarfi Inga segist fullviss um að frumvarp hennar um velferð dýra eigi nú betri möguleika í annarri atrennu. „Það er náttúrulega gjörólíkt umhverfið núna þegar íslenskur almenningur og alþjóðasamfélagið er orðið meðvitað. Í rauninni sem þingmaður í stjórnarandstöðuþingflokki þá er reglan ekki sú að við fáum málin okkar í gegnum þing og þau fái þinglega meðferð til atkvæðagreiðslu en það er íslenska samfélagið núna sem getur tekið utan um nákvæmlega þetta mál og komið því í gegn.“ Ísland er eitt fjögurra landa sem þar sem blóðmerarhald fer fram en Íslandsstofa hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á markaðssetningu íslenska hestsins. „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar. Við erum búin að vera í sex ár að eyða ómældum fjármunum til þess að markaðssetja íslenska hestinn og síðustu þrjú ár hefur það borið það þann árangur að við höfum verið að slá Íslandsmet ár hvert í útflutningi á íslenska hestinum, á þarfasta þjóninum sem er elskaður út um allan heim. Við erum virkilega að sverta okkar ásýnd okkar út á við með þessu,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingi Flokkur fólksins Dýr Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Mælt var fyrir tveimur frumvörpum, annars vegar frumvarpi Oddný G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um stjórn fiskveiða og hins vegar frumvarpi Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um velferð dýra. Þetta er í annað sinn sem formaðurinn leggur frumvarpið fram á þinginu sem varðar bann við blóðmerarhaldi. Inga sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún fyndi fyrir miklum áhuga á málinu, sérstaklega eftir að Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember heimildarmynd sem sýnir slæma meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur nú myndefnið til rannsóknar og sagði dýralækni hrossasjúkdóma hjá stofnuninni að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Þá hefur ráðherra verið upplýstur um málið. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Vinni gegn markaðsstarfi Inga segist fullviss um að frumvarp hennar um velferð dýra eigi nú betri möguleika í annarri atrennu. „Það er náttúrulega gjörólíkt umhverfið núna þegar íslenskur almenningur og alþjóðasamfélagið er orðið meðvitað. Í rauninni sem þingmaður í stjórnarandstöðuþingflokki þá er reglan ekki sú að við fáum málin okkar í gegnum þing og þau fái þinglega meðferð til atkvæðagreiðslu en það er íslenska samfélagið núna sem getur tekið utan um nákvæmlega þetta mál og komið því í gegn.“ Ísland er eitt fjögurra landa sem þar sem blóðmerarhald fer fram en Íslandsstofa hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á markaðssetningu íslenska hestsins. „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar. Við erum búin að vera í sex ár að eyða ómældum fjármunum til þess að markaðssetja íslenska hestinn og síðustu þrjú ár hefur það borið það þann árangur að við höfum verið að slá Íslandsmet ár hvert í útflutningi á íslenska hestinum, á þarfasta þjóninum sem er elskaður út um allan heim. Við erum virkilega að sverta okkar ásýnd okkar út á við með þessu,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingi Flokkur fólksins Dýr Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37
Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. 2. desember 2021 11:42
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06