Var í miðri myndatöku þegar hún frétti af hetjudáðum kærastans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:30 Christen Harper, kærasta Jared Goff, var svo innilega ánægð fyrir hönd síns manns eftir fyrsta sigurinn og fólkið á Sports Illustrated tók viðbrögð hennar upp. Skjámynd/Sports Illustrated Jared Goff og félagar í Detriot Lions unnu langþráðan sigur í NFL-deildinni um helgina en þeir voru eina liðið sem áttu eftir að vinna leik. Lokasóknin fjallaði um sigurinn og sýndi einnig viðbrögðin hjá kærustunni sem komust líka í fréttirnar. Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira