Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire. AP Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Þetta er niðurstaða kviðdóms en réttarhöld í máli hins 39 ára Smollett hafa staðið í Chicago í Bandaríkjunum síðustu daga. Smollett neitaði því sem fram kom í ákæru um að hann hafi sviðsett árásina gegn sér. Saksóknarar fullyrtu að Smollett hafi „logið í marga klukkutíma“ í vitnastúku þar sem hann hafi endurtekið það sem hann sagði lögreglunni í Chicago eftir árásina. Kviðdómur fann hann sekan í fimm ákæruliðum, en hver ákæruliður getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þar sem Smollett er með hreina sakaskrá telja sérfræðingar að Smollett megi eiga von á stuttum fangelsisdómi eða jafnvel skilorðsbundnum dómi, að því er segir í frétt BBC. Enn er ekki komin dagsetning hvenær dómari mun greina frá refsingu Smolletts. Smollett, sem er bæði svartur og samkynhneigður og sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, tilkynnti lögreglu um árásina í janúar 2019. Sagði hann tvo árásarmenn hafa hrópað að honum ýmsum ókvæðisorðum og slagorð stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Þá sagði hann mennina hafa kastað kemísku efni á hann og komið snöru fyrir utan um hálsinn á honum þar sem hann var á gangi heim síðla nætur í Chicago. Lögregla hóf svo rannsókn á málinu í febrúar sama ár vegna gruns um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér. Átti hann að hafa greitt bræðrunum Abimbola og Olabinjo Osundairo alls 3.500 dali, um hálfa milljón króna, fyrir það að ráðast á sig. Abimbola hafði þá starfað sem aukaleikari í þáttunum Empire. Bandaríkin Hollywood Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þetta er niðurstaða kviðdóms en réttarhöld í máli hins 39 ára Smollett hafa staðið í Chicago í Bandaríkjunum síðustu daga. Smollett neitaði því sem fram kom í ákæru um að hann hafi sviðsett árásina gegn sér. Saksóknarar fullyrtu að Smollett hafi „logið í marga klukkutíma“ í vitnastúku þar sem hann hafi endurtekið það sem hann sagði lögreglunni í Chicago eftir árásina. Kviðdómur fann hann sekan í fimm ákæruliðum, en hver ákæruliður getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þar sem Smollett er með hreina sakaskrá telja sérfræðingar að Smollett megi eiga von á stuttum fangelsisdómi eða jafnvel skilorðsbundnum dómi, að því er segir í frétt BBC. Enn er ekki komin dagsetning hvenær dómari mun greina frá refsingu Smolletts. Smollett, sem er bæði svartur og samkynhneigður og sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire, tilkynnti lögreglu um árásina í janúar 2019. Sagði hann tvo árásarmenn hafa hrópað að honum ýmsum ókvæðisorðum og slagorð stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Þá sagði hann mennina hafa kastað kemísku efni á hann og komið snöru fyrir utan um hálsinn á honum þar sem hann var á gangi heim síðla nætur í Chicago. Lögregla hóf svo rannsókn á málinu í febrúar sama ár vegna gruns um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér. Átti hann að hafa greitt bræðrunum Abimbola og Olabinjo Osundairo alls 3.500 dali, um hálfa milljón króna, fyrir það að ráðast á sig. Abimbola hafði þá starfað sem aukaleikari í þáttunum Empire.
Bandaríkin Hollywood Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40
Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06