Á morgun fer fram síðasti kappakstur ársins í Formúlu 1. Sjöfaldur heimsmeistari Lewis Hamilton og Max Verstappen eru hnífjafnir að stigum og því er ljóst að sá sem kemur fyrr í mark á morgun er heimsmeistari árið 2021.
Tímatakan fór fram í dag og fór það svo að hinn hollenski Max Verstappen kom best út úr henni og byrjar á ráspól á morgun. Þar á eftir kemur Hamilton og svo Lando Norris.
VERSTAPPEN TAKES POLE!
— Formula 1 (@F1) December 11, 2021
It's his tenth of the year, and it means he has the best seat in the house for the final race!
Hamilton will line up alongside his title rival, with Norris in third#AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/XkdfD9VAiB
Tímatakan var æsispennandi og ljóst að kappakstur morgundagsins er einkar þýðingarmikill. Hamilton getur haldið ótrúlegu gengi sínu áfram eða Verstappen getur stimplað sig inn sem framtíð íþróttarinnar.
Ef marka má næstsíðasta kappakstur tímabilsins er ljóst að dramatíkin mun ráða ríkjum á morgun er heimsmeistaratitillinn er undir.